Heimild: BBC
Thierry Henry, framherji franska landsliðsins, gæti byrjað HM á næsta ári í leikbanni en hann gæti fengið refsingu fyrir hendina gegn Írum í síðasta mánuði.
Henry tók boltann með hendinni og lagði síðan upp jöfnunarmark Frakka gegn Írum sem tryggði liðinu sæti á HM.
Sebb Blatter forseti Fifa segir að aganefnd sambandsins munu skoða mál Henry.
,,Ég hef ekki sagt að Thierry Henry verði refsað, ég hef sagt að mál Thierry Henry verður skoðað hjá aganefnd Fifa," sagði Blatter á fréttamannafundi.
,,Þetta er mál aganefndarinnar og þetta er eki spurning um þennan ákveðna leikmann eða annan. Þetta var klárlega óheiðarlegur leikur og þetta var sýnt út um allan heim en við vitum ekki hver útkoman verður."
Athugasemdir