Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 12. desember 2009 20:55
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Sir Alex Ferguson vill ekki að dómarar ákveði viðbótartímann
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að dómarar eigi ekki að ákveða viðbótartíma í leikjum. Ferguson sagði þetta eftir 1-0 tap liðsins gegn Aston Villa í kvöld en hann var ósáttur við að viðbótartíminn þar hafi einungis verið þrjár mínútur.

,,Það verður að taka þetta úr höndunum á dómurunum. Það var tvívegis tveggja mínútna stopp en við vorum bara með þriggja mínútna viðbótartíma," sagði Ferguson.

Gabriel Agbonlahor skoraði eina markið í leiknum í kvöld og tryggði Aston Villa um leið fyrsta deildarsigur sinn á Manchester United síðan 1983.

,,Mér fannst við verðskulda eitthvað í síðari hálfleiknum. Það var ekki mikið í gangi í fyrri hálfleik, þeir voru kannski aðeins betri og verðskulduðu markið. Í síðari hálfleik fengum við mörg góð færi en skoruðum ekki."

,,Við tjölduðum í vítateig þeirra og ef að við hefðum nýtt eitt af þessum færum þá hefði leikurinn kannski breyst. Þetta var einn af þessum dögum þar sem boltinn vill ekki fara inn."


United mistókst að komast upp að hlið Chelsea með þessu tapi en munurinn á liðunum er nú þrjú stig.

,,Þetta er ekki auðveld deild. Ég segi það enn og aftur. Ef við erum í seilingarfjarlæagð frá toppliðinu í janúar þá eigum við frábæra möguleika."
Athugasemdir
banner
banner
banner