Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 14. desember 2009 09:00
Hafliði Breiðfjörð
Sjúkraþjálfarahornið: Krampi í kálfa
Harry Kewell kvartar yfir eymslum á kálfa á landsliðsæfingu með Ástralíu.
Harry Kewell kvartar yfir eymslum á kálfa á landsliðsæfingu með Ástralíu.
Mynd: Getty Images
Dómarar meiðast líka á kálfa.
Dómarar meiðast líka á kálfa.
Mynd: Getty Images
Trausti Már Valgeirsson sjúkraþjálfari svarar á mánudagsmorgnum fyrirspurnum lesenda um algeng meiðsli í fótboltanum og útskýrir málið hér á Fótbolta.net. Trausti svarar í dag fyrirspurn um svokallað vatnshné..

Öllum er frjálst að senda Trausta fyrirspurnir og á hverjum mánudegi svarar hann einni slíkri. Sendið fyrirspurnir á netfangið: [email protected].

Trausti Már Valgeirsson
Trausti Már útskrifaðist úr Læknadeild Háskóla Íslands með B.sc. gráðu í sjúkraþjálfun árið 2008. Hann vinnur í dag sem sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfari hjá Sjúkraþjálfuninni Ártúnshöfða og hjá Hreyfingu heilsulind. Hann hefur unnið mikð með íþróttafólki úr ýmsum greinum eins og til dæmis fótbolta, mótorcrossi, taekwondo og fleira.
Krampi í kálfa

Spurning:
Heyrðu ég byrjaði velta fyrir mér einu, er hægt að vera með slit i kálfanum án þess að vita það eða bara einhver meiðsli i kálfanum sem hefur þær afleiðingar að maður fær kramapa?

Ég æfi fótbolta og er í mjög góðu formi, get hlaupið 90 mínutur, ekki vandamálið. En um leið og ég fer að keppa byrjar kálfinn létt saman að gefa sig í seinni, verður stirður og eftir 20-25 mín fæ ég krampa i kálfanum.

Er hægt að fara skoða hvort það sé einhvað i gangi eða gæti það verið einhvað sem ég er að gera vitlaust?

Svar Trausta:
Komdu sæll,
Þú myndir finna fyrir því ef þú værir með slitinn vöðva í kálfanum, en það er alltaf möguleiki á að athuga hvort það sé eitthvað sem er að valda þessum krömpum.

Þetta sem þú lýsir, lýsir sér eins og "compartment syndrome" í kálfanum, sem þýðir að vöðvahimnan sem umlykur vöðvann sé svo stíf að þegar þú ferð í snöggt álag þá þenst vöðvinn út vegna aukins blóðflæðis í kálfavöðvann en vöðvahimnan hindrar að vöðvinn nái að þenjast út eins og hann eigi að gera og myndast þá mikill þrýstingur inni í vöðvanum sem getur valdið stífleika og jafnvel krampa. Um leið og blóðflæðið minnkar til vöðvans, minnkar þrýstingurinn og krampinn eða stífleikinn minnkar.

Teygja þarf extra vel á kálfavöðvunum og jafnvel láta vefjalosa vöðvann til þess að létta á þessu og hvíla í einhvern tíma á meðan.
banner
banner
banner
banner