Trausti Már Valgeirsson sjúkraþjálfari svarar á mánudagsmorgnum fyrirspurnum lesenda um algeng meiðsli í fótboltanum og útskýrir málið hér á Fótbolta.net. Trausti svarar í dag fyrirspurn um svokallað vatnshné..
Öllum er frjálst að senda Trausta fyrirspurnir og á hverjum mánudegi svarar hann einni slíkri. Sendið fyrirspurnir á netfangið: [email protected].
Öllum er frjálst að senda Trausta fyrirspurnir og á hverjum mánudegi svarar hann einni slíkri. Sendið fyrirspurnir á netfangið: [email protected].

Spurning:
Heyrðu ég byrjaði velta fyrir mér einu, er hægt að vera með slit i kálfanum án þess að vita það eða bara einhver meiðsli i kálfanum sem hefur þær afleiðingar að maður fær kramapa?
Ég æfi fótbolta og er í mjög góðu formi, get hlaupið 90 mínutur, ekki vandamálið. En um leið og ég fer að keppa byrjar kálfinn létt saman að gefa sig í seinni, verður stirður og eftir 20-25 mín fæ ég krampa i kálfanum.
Er hægt að fara skoða hvort það sé einhvað i gangi eða gæti það verið einhvað sem ég er að gera vitlaust?
Svar Trausta:
Komdu sæll,
Þú myndir finna fyrir því ef þú værir með slitinn vöðva í kálfanum, en það er alltaf möguleiki á að athuga hvort það sé eitthvað sem er að valda þessum krömpum.
Þetta sem þú lýsir, lýsir sér eins og "compartment syndrome" í kálfanum, sem þýðir að vöðvahimnan sem umlykur vöðvann sé svo stíf að þegar þú ferð í snöggt álag þá þenst vöðvinn út vegna aukins blóðflæðis í kálfavöðvann en vöðvahimnan hindrar að vöðvinn nái að þenjast út eins og hann eigi að gera og myndast þá mikill þrýstingur inni í vöðvanum sem getur valdið stífleika og jafnvel krampa. Um leið og blóðflæðið minnkar til vöðvans, minnkar þrýstingurinn og krampinn eða stífleikinn minnkar.
Teygja þarf extra vel á kálfavöðvunum og jafnvel láta vefjalosa vöðvann til þess að létta á þessu og hvíla í einhvern tíma á meðan.