Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   lau 02. janúar 2010 08:34
Magnús Már Einarsson
Gylfi Þór: Maður verður að klobba Gerrard
Mynd: Getty Images
Íslendingalið Reading mætir Liverpool í þriðju umferð enska bikarsins í dag. Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður Reading, segist hafa beðið lengi eftir að fá að mæta svona stóru liði.

,,Ég get ekki beðið eftir þessu, þetta er það sem manni hefur dreymt um síðan maður var lítill," sagði Gylfi Þór.

,,Maður býst við að þeir stilli upp sínu sterkasta liði þar sem að þeir hafa dottið út úr keppnum sem að þeir vildu vinna."

Gylfi Þór heldur með erkifjendum Liverpool í Manchester United og hann segir ekki koma til greina að tapa í dag.

,,Ég hef alltaf haldið með Manchester United og geri það ennþá. Það verður skemmtilegt að fá að mæta Liverpool og ég ætla ekki að tapa gegn þeim. Ég tapaði fyrir þeim í FA Youth Cup á Anfield og ég ætla ekki að tapa aftur fyrir þeim."

Liverpool hefur gengið illa á tímabilinu og ef að liðið dettur úr leik í enska bikarnum er afar ólíklegt að liðið nái einhverjum titli á þessu tímabili.

,,Ég ætla klárega að reyna að gera það. Ef við vinnum 1-0 og ég skora markið þá væri það fínt. Þá er þetta búið hjá þeim held ég, þeir vinna allavega ekki deildina."

Gylfi segist vera sérstaklega spenntur fyrir að mæta einum leikmanni hjá Liverpool.

,,Það er (Steven) Gerrard, hann er einn af leikmönnum sem maður lítur upp til í boltanum þó að maður haldi með Manchester. Maður verður að klobba hann eða eitthvað," sagði Gylfi að lokum léttur í bragði.
Athugasemdir
banner
banner
banner