Man Utd og Newcastle berjast um Sesko - Chelsea vill Simons og Garnacho - Nunez til Milan?
   fim 14. janúar 2010 16:32
Magnús Már Einarsson
Gylfi Þór óbrotinn en óvíst hvort að hann nái næsta leik
Óvíst er hvort að Gylfi Þór Sigurðsson verði með Reading þegar að liðið mættir Nottingham Forest á laugardag.

Gylfi Þór meiddist í 2-1 sigri Reading á Liverpool í gær en hann fór í myndatöku í morgun og ljóst er að hann er óbrotinn.

,,Ég held að einhver hafi lent ofan á ristinni á mér þannig að takkinn skall ofan á beinið. Beinið er eitthvað marið en það er ekkert brotið sem betur fer," sagði Gylfi Þór sem veit ekki hvort hann nái leiknum á laugardag.

,,Ég er að ströggla með að labba og ég veit ekki hversu fljótt þetta lagast."

Gylfi Þór skoraði fyrra mark Reading í leiknum í gær en hann afgreiddi vítaspyrnu í netið og jafnaði 1-1 í viðbótartíma.
Athugasemdir
banner