Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 09. febrúar 2010 22:24
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: AFP 
Jovanovic samdi við Liverpool til þriggja ára (Staðfest)
Milan Jovanovic.
Milan Jovanovic.
Mynd: Getty Images
Serbneski landsliðsmaðurinn Milan Jovanovic skrifaði í dag undir samning við enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool. Hann kemur til félagsins á frjálsri sölu frá belgíska 1. deildarliðinu Standard Liege í sumar. Þetta staðfestir umboðsmaður hans.

Þessi 28 ára gamli sókndjarfi miðjumaður kemur til Liverpool í júní næstkomandi. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Liverpool og fær 3 milljónir evra í laun á ári samkvæmt fréttum.

Hann mun hafa hafnað tilboði spænska stórliðsins Real Madrid í fyrra þar sem hann taldi að hann fengi ekki að spila nóg. AC Milan hafði einnig sýnt honum áhuga eins og Juventus og Valencia.

Jovanovic vakti athygli þegar Serbar komust á HM 2010 og einnig með Standard Liege sem vann tvo deildartitla í röð. Hann var nýlega valinn leikmaður ársins í Belgíu.
banner
banner
banner