Rashford vill fara til Barcelona - Man Utd gæti reynt að skipta á Rashford og Osimhen - Ferguson og Williams orðaðir við Arsenal
   fös 12. febrúar 2010 19:00
Þórður Már Sigfússon
Björn Bergmann skoraði gegn Zenít frá St. Pétursborg
Björn Bergmann þegar hann var á mála hjá ÍA.
Björn Bergmann þegar hann var á mála hjá ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Gísli Baldur
Framherjinn efnilegi Björn Bergmann Sigurðarson skoraði síðasta mark Lilleström þegar liðið lagði rússneska liðið Zenít frá St. Pétursborg, 3-2, í æfingaleik á La Manga á Spáni í kvöld.

Björn kom inn á sem varamaður á 69. mínútu og skoraði markið tíu mínútum síðar en hann var mjög hættulegur í framlínunni þann tíma sem hann var inná.

Annar Íslendingur, Stefán Logi Magnússon, stóð vaktina í marki Lilleström allan leikinn.

Margir sterkir leikmenn léku með Zenít í þessum leik en meðal þeirra voru portúgölsku landsliðsmennirnir Danny og Fernando Meira, ungverski framherjinn Szabolcs Huszti og rússneski landsliðsframherjinn Aleksandr Kerzhakov.

Þess má geta að þjálfari Zenít er Ítalinn Luciano Spalletti, sem var við stjórnvölinn hjá Roma um fjögurra ára skeið þar til hann var látinn taka pokann sinn í fyrra.

banner
banner
banner