Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   lau 20. febrúar 2010 19:51
Brynjar Ingi Erluson
Ingólfur skoraði fyrir U16 ára lið Arsenal gegn Fulham
Ingólfur Sigurðsson
Ingólfur Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingólfur Sigurðsson, leikmaður KR í Pepsi-deild karla skoraði eina mark U16 ára liðs Arsenal í 2-1 tapi gegn Fulham í dag.

Ingólfur, sem er 17 ára gamall er þessa dagana á reynslu hjá Arsenal og spilaði með drengjum sem fæddir eru bæði 1993 og 1994 á æfingasvæði Arsenal.

Fulham komst yfir í fyrri hálfleik en Ingólfur náði að jafna metin fyrir Arsenal í byrjun á þeim síðari með góðu vinstri fótar skoti, en hann var einn af betri mönnum vallarins og átti mjög góðan leik.

Hann æfði svo með varaliðinu á meðan aðalliðið var í Portúgal að spila við Porto í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Þar æfði hann meðal annars með Fran Merida sem hefur verið að gera góða hluti með aðalliðinu á þessu tímabili.
banner
banner