fim 25. febrúar 2010 13:40
Magnús Már Einarsson
Heimild: Soccernet 
Pennant í basli á Spáni - Rekinn heim af æfingu
Jermaine Pennant.
Jermaine Pennant.
Mynd: Getty Images
Jermain Pennant hefur átt afar erfitt uppdráttar í herbúðum Real Zaragoza á Spáni en hann á núna von á sekt fyrir að mæta of seint á æfingu í þriðja sinn á tveimur vikum.

Pennant var rekinn heim af æfingunni og Jose Gay þjálfari Zaragoza vill sekta enska kantmanninn.

Pennant, sem er 27 ára, hefur reynt að malda í móinn en hann segist hafa mætt of seint á æfingu í síðustu viku þar sem að lögregla stöðvaði hann fyrir hraðakstur.

Þessi 27 ára gamli leikmaður hefur verið í vandræðum með að aðlagast spænska boltanum en hann hefur einungis leikið fjóra heila leiki síðan að hann kom til Zaragoza frá Liverpool síðastliðið sumar.

Pennant þarf ennþá að fá aðstoð frá túlk til að skilja þjálfarann og liðsfélagana á æfingum og ekki er ólíklegt að hann fari frá Zaragoza í sumar.
banner
banner
banner
banner