Heimild: Sky
Fernando Torres, framherji Liverpool, hefur verið valinn í spænska landsliðshópinn sem mætir Frökkum í vináttuleik næstkomandi miðvikudag.
Torres er nýkominn af stað að nýju eftir aðgerð á hné. Hann kom inn á sem varamaður gegn Manchester City um síðustu helgi en spilaði ekkert gegn Unirea í gær.
,,Torres spilaði í síðasta (deildar) leik og virðist hafa jafnað sig þannig að það lítur út fyrir að hann sé í ástandi til að spila," sagði Vicente del Bosque þjálfari Spánverja.
Fátt kemur á óvart í vali Del Bosque en hann segir að það séu ennþá laus sæti í hópnum fyrir HM í sumar.
,,Þetta er alls ekki endanlegur hópur fyrir HM, þetta er einungis hópur fyrir vináttuleik gegn Frökkum," sagði Del Bosque.
Leikmannahópur Spánverja: Casillas (Real Madrid), Reina (Liverpool), Diego Lopez (Villarreal); Sergio Ramos (Real Madrid), Pique (Barcelona), Puyol (Barcelona), Marchena (Valencia), Albiol (Real Madrid), Capdevila (Villarreal), Arbeloa (Real Madrid); Senna (Villarreal), Xabi Alonso (Real Madrid), Busquets (Barcelona), Xavi (Barcelona), Fabregas (Arsenal), Iniesta (Barcelona); Mata (Valencia), Silva (Valencia), Navas (Sevilla), Villa (Valencia), Torres (Liverpool), Guiza (Fenerbahce), Negredo (Sevilla).