ÍA 4-4 Stjarnan:
0-1 Þorvaldur Árnason ('5)
0-1 Hilmar Þór Hilmarsson ('16)
0-3 Steinþór Freyr Þorsteinsson ('38)
0-4 Víðir Þorvarðarson ('51)
1-4 Ólafur Valur Valdimarsson ('56)
2-4 Guðjón Heiðar Sveinsson ('58)
3-4 Eggert Kári Karlsson ('65)
4-4 Gísli Freyr Brynjarsson ('86)
Það var heldur betur markaveisla þegar ÍA og Stjarnan mættust í Lengjubikar karla nú í morgun en leikið var í Akraneshöllinni og leikurinn hófst 11:00.
0-1 Þorvaldur Árnason ('5)
0-1 Hilmar Þór Hilmarsson ('16)
0-3 Steinþór Freyr Þorsteinsson ('38)
0-4 Víðir Þorvarðarson ('51)
1-4 Ólafur Valur Valdimarsson ('56)
2-4 Guðjón Heiðar Sveinsson ('58)
3-4 Eggert Kári Karlsson ('65)
4-4 Gísli Freyr Brynjarsson ('86)
Það var heldur betur markaveisla þegar ÍA og Stjarnan mættust í Lengjubikar karla nú í morgun en leikið var í Akraneshöllinni og leikurinn hófst 11:00.
Þorvaldur Árnason kom Stjörnunni yfir strax eftir fimm mínútna leik með góðum skalla eftir hornspyrnu Hilmars Þórs Hilmarssonar. Tíu mínútum síðar skoraði Hilmar svo sjálfur með frábæru skoti úr teignum á fjær.
Steinþór Freyr Þorsteinsson skoraði svo þriðja mark Stjörnunnar með með mögnuðu skoti fyrir utan teig beint upp í samskeytin án þess að varamarkvörðurinn Árni Snær Ólafsson varamarkvörður ÍA kæmi neinum vörnum við en Árni hafði komið inná fyrir Pál Gísla Jónsson sem meiddist snemma í hálfleiknum.
Staðan í hálfleik 0-3 fyrir Stjörnuna og þeir bættu við fjórða markinu snemma í síðarii hálfleik, og aftur var það af glæsilegri gerðinni, Víðir Þorvarðarson þrumaði boltanum í stöng og inn.
Þarna byrjuðu sumir áhorfendur að hverfa úr Akraneshöllinni og töldu leikinn búinn en Skagamenn voru aldeilis ekki á því máli og það sem eftir lifði leiks var mjög fjörlegt og mörkin héldu áfram að rigna.
Ólafur Valur Valdimarsson renndi boltanum yfir marklínuna fjórum mínútum eftir fjórða mark Stjörnunnar en Ívar Haukur Sævarsson hafði sent á hann inn í teiginn.
Guðjón Heiðar Sveinsson skoraði svo annað mark ÍA er hann vippaði boltanum upp í fjær hornið frá vinstri kantinum án þess að Bjarni Þórður Halldórsson markvörður Stjörnunnar kæmi neinum vörnum við.
Skagamenn blésu svo spennu í síðastas kaflann þegar 25 mínútur voru eftir af leiknum.. Andri Adolfsson komst í gott færi sem Bjarni Þórður varði en aftur til Andra sem sendi boltann með bakfallspyrnu á Eggert Kára Karlsson sem setti hann í markið.
Staðan orðin 3-4 og síðustu mínúturnar voru mjög spennandi. Skagamenn kvörtuðu mikið undan dómgæslu og vildu í tvígang fá vítaspyrnu án þess að Örvar Sær Gíslason dómari yrði að ósk, þeirra.
Gísli Freyr Brynjarsson jafnaði svo metin þegar fjórar mínútur voru eftir af leiknum er hann fék sendingu inn í teiginn frá varnarmanni Stjörnunnar sem gerði þarna hræðileg mistök.
Lokastaðan 4-4 í frábærum leik þar sem hvort lið átti einn frábæran og einn slakan hálfleik.