Stórlið á eftir Huijsen - Salah áfram hjá Liverpool - Arsenal reynir við Williams
   fim 01. apríl 2010 11:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Sky 
Riera áfram hjá Liverpool eftir að viðræður sigldu í strand
Ekkert verður af því að Albert Riera fari til Spartak Moskvu í Rússlandi þar sem viðræður hans við félagið sigldu í strand og hann segist nú ánægður hjá Liverpool.

Spánverjinn gagnrýndi Rafael Benítez knattspyrnstjóra Liverpool harðlega í útvarpsviðtali á Spáni í síðasta mánuði og sagði Liverpool liðið undir hans stjórn sökkvandi skip.

Hann var fyrst settur í bann hjá félaginu en svo tók Liverpool tilboði Spartak Moskvu í hann og hann virtist á förum. Ekkert verður úr því og hann fer því hvergi.

,,Viðræður við Spartak Moskvu eru strand, ég ætla að ákveða framtíð mína í sumar," sagði Riera við Marca.

,,Ég vil halda ferli mínum áfram hjá Liverpool því það er eitt af bestu félögum heims. Mér líður frábærlega, við eigum frábæran leikvang og mér líður vel hjá Liverpool. Ég tala við Fernando Torres og Reina og við erum sammála um hvað Liverpool er frábært."
banner
banner