mið 07. apríl 2010 16:20
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Sky 
Benítez íhugar að hafa þriggja manna varnarlínu á morgun
Rafael Benítez ætlar að breyta um leikkerfi.
Rafael Benítez ætlar að breyta um leikkerfi.
Mynd: Getty Images
Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool íhugar nú að breyta um leikkerfi þegar liðið mætir Benfica í Evrópudeildinni annað kvöld þar sem enginn vinstri bakvörður er heill.

Liðið verður án Emiliano Insua sem hefur oftast spilað í stöðunni en tekur út leikbann og þá er Fabio Aurelio meiddur. Því íhugar Benítez að hafa aðeins þrjá varnarmenn.

,,Við erum að æfa í dag með þrjá varnarmenn og með aðra leikmenn í öðrum stöðum, svo við sjáum hvernig þetta fer á morgun," sagði Benítez.

Hann bætti svo við að Fernando Torres verði með í leiknum þrátt fyrir að hann hafi þurft að setja ís á hnéð á sér þegar hann var tekinn af velli gegn Birmingham um helgina.

,,Hann þarf að hugsa vel um hnéð en það er í lagi, hann er góður," sagði Benítiz. ,,Insua er meiddur en hann er hvort eð er í banni. Fabio Aurelio, Skrtel og Kelly eru enn meiddir."
banner
banner
banner