Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 16. apríl 2010 08:43
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: BBC 
Liverpool staðfestir að reynt sé að selja félagið
Bandaríkjamennirnir ætla að yfirgefa Liverpool.
Bandaríkjamennirnir ætla að yfirgefa Liverpool.
Mynd: Getty Images
Bandaríkjamennirnir Tom Hicks og George Gillett sem eiga enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool staðfestu á vef félagsins í dag að þeir ætli sér að selja félagið og hafi til þess ráðið nýjan formann.

Formaðurinn er Martin Broughton sem kemur frá Britis Airways en hann fær það verkefni að sjá um sölu á félaginu. Hicks og Gillett hafi svo beðið Barclays bankann um að veita þeim ráðgjöf í söluferlinum.

Í yfirlýsingunni segjast þeir hafa fullan stuðning banka síns í þessu ferli öllu. ,,Að hafa átt Liverpool undanfarin þrjú ár hefur verið gefandi og spennandi reynsla fyrir okkur og fjölskyldur okkar," sögðu Bandaríkjamennirnir á vef félagsins.

,,Eftir að hafa náð þetta langt með félagið höfum við sameiginlega ákveðið að leita eftir því að selja félagið til eigend sem eru tilbúnir að fara með félagið áfram hvað varðar vöxt og þróun. Við erum ánægðir meðað Martin Broughton hefur samþykkt að taka að sér stöðu formanns og vinnur við hlið stjórnenda félagsins."

,,Martin er þekktur viðskiptaleiðtogi sem hefur frábæra dómsgreind og frábært orðspor. Hann er alvöru fótbolta stuðningsmaður og mun sjá um söluferlið með hagsmuni félagsins og stuðnignsmanna þess í huga."


Þá er haft eftir Broughton sjálfum: ,,Ég er spenntur og mikill heiður af því að taka við þessari stöðu. Liverpool er frábært félag með frábæra sögu. Ég mun sjá um söluferlið á réttan hátt, með hagsmuni félagsins og stuðningsmannana í huga."

,,Liverpool er eitt af bestu félögum heims og mitt markmið er að reyna að sjá til þess að við finnum nýja eigendur sem geta byggt á bættri frammistöðu fjárhagslega sem mun hjálpa til við að skila árangri íþróttalega."

banner
banner
banner
banner
banner