Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
   mán 19. apríl 2010 12:14
Magnús Már Einarsson
FH, Haukar og Valur komast ekki heim frá Portúgal í dag
FH og Valur komast ekki heim.
FH og Valur komast ekki heim.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
FH, Haukar og Valur hafa undanfarna daga verið í æfingaferð í Portúgal og nú er ljóst að framlengja þarf ferðinni hjá liðunum.

Liðin áttu að vera í viku í æfingaferðinni og samkvæmt því áttu þau að fljúga til Íslands í dag.

Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur haft gífurleg áhrif á flugumferð í Evrópu undanfarna daga og ekki er hægt að fljúga frá Portúgal til Íslands.

Ljóst er að liðin komast ekki heim í dag en framhaldið kemur síðan í ljós á morgun. Þá verður reynt að fljúga heim klukkan 9:30.

Ef að heimferðin frestast ennþá meira gæti það haft áhrif á 8-liða úrslit Lengjubikarsins á fimmtudag en FH á að mæta KR þar og Valur á að leika gegn Þór á Akureyri.

Eldgosið gæti reyndar haft áhrif á leik KR og FH þó svo liðið komist hingað til lands því leikurinn á að vera utandyra, á gervigrasinu við KR völl, og mögulegt er að öskufall verði í Reykjavík á fimmtudag.

Fram og Keflavík eiga einnig að mætast utandyra í Safamýrinni á fimmtudag en ljóst má vera að ef öskufall verður í Reykjavík mun væntanlega ekki vera spilað utandyra.
banner
banner
banner