Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 21. apríl 2010 19:01
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Sky Italia 
Balotelli: Ég er tilbúinn að verða bestur í heimi
Mario Balotelli sparar ekki stóru orðin
Mario Balotelli sparar ekki stóru orðin
Mynd: Getty Images
Mario Balotelli, leikmaður Inter Milan segist tilbúinn í að verða besti leikmaður heims en þetta sagði hann í samtali við Sky Italia sjónvarpsstöðina.

Balotelli, sem er 19 ára gamall framherji,komst í fréttirnar í gær fyrir fáránlega hegðun gegn Barcelona í 3-1 sigri Inter en hann kastaði treyju sinni í jörðina og strunsaði af velli í leikslok.

Í kjölfarið réðst Marco Materazzi liðsfélagi hans á hann og voru einnig aðrir leikmenn liðsins verulega ósáttir með hegðun hans. Þá greindi Massimo Moratti, forseti félagsins að honum yrði refsað og hefur hann nú verið settur á sölulista hjá félaginu.

Super Mario eins og hann er kallaður kippti sig ekkert upp við hlutina í viðtali í dag en hann segist vera tilbúinn í að verða besti leikmaður heims í framtíðinni.

,,Ég er tilbúinn að verða besti leikmaður heims. Ég er rólegur og ekkert hefur breyst, því síðan ég er var yngri þá hefur mig dreymt um að vera bestur og ég hef enga löngun til að eyðileggja það," sagði Balotelli.

,,Ég eyði 80 prósent af lífi mínu í sviðsljósinu svo það er eðlilegt að ég brosi ekki alltaf og ef fólk myndi sjá hin 20 prósentin þá myndi það sjá að ég er skemmtilegur gæji," sagði hann að lokum.
banner
banner
banner