Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
   fim 22. apríl 2010 16:41
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Fram sigraði Keflavík í vítaspyrnukeppni
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Þórdís Inga Þórarinsdóttir
Daði Guðmundsson og Magnús Sverrir Þorsteinsson í baráttunni.
Daði Guðmundsson og Magnús Sverrir Þorsteinsson í baráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Þórdís Inga Þórarinsdóttir
Fram 1-1 Keflavík (5-4 fyrir Fram eftir vítaspyrnukeppni)
1-0 Ívar Björnsson
1-1 Guðmundur Steinarsson

Fram og Keflavík mættust í 8-liða úrslitum í A-deild Lengjubikars karla á Framvellinum á þessum fyrsta sumardegi.

Fram var betri aðilinn í fyrri hálfleik og léku boltanum vel á milli sín. Það var gríðarlega gott veður til þess að leika fótbolta og bæði liðin nýttu sér það til fulls.

Ívar Björnsson kom Fram yfir á fyrstu mínútunum þegar Hjálmar Þórarinsson gaf boltann laglega fyrir markið og Ívar kom á ferðinni og renndi boltanum auðveldlega í netið og heimamenn því komnir verðskuldað yfir.

Guðmundur Steinarsson jafnaði metin fyrir Keflavík síðar í fyrri hálfleiknum með vel kláruðu færi, en þannig stóðu leikar í hálfleik.

Keflvíkingar komu sterkari inn í síðari hálfleik og áttu nokkur góð færi, en nýttu þau illa. Fram varðist þó vel og því ljóst var að yrði að grípa til framlengingu.

Í fyrri hluta framlengingar áttu Framarar tvö góð færi, annað sem markvörður Keflvíkinga varði og svo eitt skot úr aukaspyrnu sem fór rétt yfir markið. Almarr Ormarsson fór meiddur út af í liði Fram í seinni hluta framlengingar og inn á kom Jón Orri Ólafsson hans í stað.

Keflvíkingar fengu dauðafæri í seinni hlutanum þegar aukaspyrna kom fyrir markið, en Magnús Sverrir Þorsteinsson skallaði boltann yfir af stuttu færi og í kjölfarið meiddist Jón Orri aðeins nokkrum mínútum eftir að hann kom inná og kom Hlynur Atli Magnússon inn á í hans stað.

Hlynur átti góðan skalla rétt fyrir lok síðari hluta framlengingar eftir góða fyrirgjöf frá Kristni Inga Halldórssyni en þetta var síðasta færi leiksins og grípa þurfti því til vítaspyrnukeppni.

Fram nýtti allar sínar vítaspyrnu og vann þar með vítaspyrnukeppnina og er komið í undanúrslit Lengjubikarsins.

Vítaspyrnukeppnin:
0-1 Hólmar Örn Rúnarsson skorar fyrir Keflavík
1-1 Samuel Tillen skorar fyrir Fram
1-2 Guðmundur Steinarsson skorar fyrir Keflavík
2-2 Jón Guðni Fjóluson skorar fyrir Fram
2-2 Einar Orri Einarsson lætur verja frá sér
3-2 Hlynur Atli Magnússon skorar fyrir Fram
3-3 Magnús Þórir Matthíasson skorar fyrir Keflavík
4-3 Daði Guðmundsson skorar fyrir Fram
4-3 Magnús Sverrir Þorsteinsson skýtur í slá
banner
banner
banner
banner