Selfossi er spáð 11. sæti af sérfræðingum Fótbolta.net
Í leik með Fram í 1. deildinni sumarið 2006
,,Ég var í Fram í eitt til tvö ár. En ég var eiginlega bara í poppinu þá og var eiginlega hættur þó ég hafi verið í Fram.''
,,Ég var í Fram í eitt til tvö ár. En ég var eiginlega bara í poppinu þá og var eiginlega hættur þó ég hafi verið í Fram.''
Vinsæll tónlistarmaður
,,Ég ætla ekki að spila þegar það eru leikir og ekkert í kringum tímabilið. Ég veit ekki hvað ég er búinn að hafna mörgum ,,giggum''. Ég held að Veðurguðirnir séu ekkert sáttir við mig með það að ég segi 'nei' við öllum hátíðum út um allt.''
,,Ég ætla ekki að spila þegar það eru leikir og ekkert í kringum tímabilið. Ég veit ekki hvað ég er búinn að hafna mörgum ,,giggum''. Ég held að Veðurguðirnir séu ekkert sáttir við mig með það að ég segi 'nei' við öllum hátíðum út um allt.''
Marki fagnað með Selfoss
,,Ég er með harðan skjöld fyrir því og bý mig undir það versta í sumar. Það gefur þessu líka gaman. Íslenskir stuðningsmenn eru skemmtilegir, það er verið að syngja einhverna níðsöngva um mann en ekkert verið að fara yfir strikið.''
,,Ég er með harðan skjöld fyrir því og bý mig undir það versta í sumar. Það gefur þessu líka gaman. Íslenskir stuðningsmenn eru skemmtilegir, það er verið að syngja einhverna níðsöngva um mann en ekkert verið að fara yfir strikið.''
Ingólfur ásamt Guðmundi bróður sínum sem einnig leikur með Selfoss
,,Það þyrfti að taka það upp og sýna í sjónvarpinu það sem hann er að gera með boltann. Hann getur tekið Kaka, Ronaldo og Zlatan, öll trixin bara. Allt það besta frá þeim kann hann.''
,,Það þyrfti að taka það upp og sýna í sjónvarpinu það sem hann er að gera með boltann. Hann getur tekið Kaka, Ronaldo og Zlatan, öll trixin bara. Allt það besta frá þeim kann hann.''
,,Þetta verður aldrei toppað, það var gaman að vera í þessu liði. Ég held að það verði haldið reunion hjá þessu liði lengi. Liðið sem loksins náði þessu langþráða markmiði.''
,,Það hefur sýnt sig að leikmenn í 2. og 3. deild geta plummað sig í úrvalsdeild ef þeir bæta aðeins við.''
,,Þú ferð ekkert í búðina án þess að fá að heyra það ef þú hefur verið lélegur. Menn eru ekki atvinnumenn heldur er þetta af lífi og sál sem ætti að geta hjálpað okkur eitthvað.''
Ingólfur Þórarinsson miðjumaður Selfoss er líklega þekktasti leikmaður liðsins sem eru nýliðar í Pepsi-deildinni í sumar en þrátt fyrir það hafa ekki margir séð hann spila fótboltaleik. Vinsældir hans eru nefnilega ekkert tengdar fótbolta heldur hefur hann slegið í gegn sem söngvari hljómsveitarinnar Veðurguðanna sem hefur átt hvert lagið á eftir öðru á toppi vinsældarlistanna. Þessi 23 ára gamli leikmaður settist niður með Fótbolta.net og ræddi um fótboltann, tónlistina og fleira.
Ingólfur Þórarinsson
Aldur: 23 ára
Leikir með Selfoss: 93 leikir og 9 mörk
Fyrri félög: Fram (2006 - 8 leikir í 1. deild og 1 í bikar)
Landsleikir: U19: 3, U17: 6
,,Ísland er lítið land og ég held að það sé stutt á milli hvort þú getir spilað í úrvalsdeild eða bara 3. deild. Ef menn leggja sig aðeins meira fram og bæta sig þá er ekkert rosalega langt bil á milli getulega," sagði Ingólfur sem hefur á stuttum tíma farið með Selfoss upp úr 2. deild og í þá efstu.
Aldur: 23 ára
Leikir með Selfoss: 93 leikir og 9 mörk
Fyrri félög: Fram (2006 - 8 leikir í 1. deild og 1 í bikar)
Landsleikir: U19: 3, U17: 6
,,Það hefur sýnt sig að leikmenn í 2. og 3. deild geta plummað sig í úrvalsdeild ef þeir bæta aðeins við. Það sem hefur gerst hjá okkur er að menn hafa lagt sig aðeins meira fram. Við erum með svolítið breytt lið, yngri leikmenn og aðeins eldri og betri en samt erum við ekki með svakalega ólíkt lið og þegar við vorum í 2. deild."
Ingólfur og félagar hans í liði Selfoss munu kynnast alveg nýrri reynslu í sumar þegar þeir fá að spila á helstu völlum landsins. Mæta KR á KR-velli, FH í Kaplakrikanum og fara svo í Laugardalinn og mæta Fram svo fátt eitt sé nefnt.
,,Það skemmtilegasta við þetta í sumar er að fara í alla þessa leiki sem Selfoss hefur aldrei spilað. Það er mikil áskorun og ævintýri fyrir þá sem fá að taka þátt í því," sagði Ingólfur sem þó hefur reynslu af Laugardalsvelli sjálfur því hann lék með Fram í 1. deildinni sumarið 2008. Hann segist ekki hafa sett fullan kraft í fótboltann þá.
Var eiginlega hættur þó ég hafi verið í Fram
,,Ég var í Fram í eitt til tvö ár. En ég var eiginlega bara í poppinu þá og var eiginlega hættur þó ég hafi verið í Fram. Það er hálfleiðinlegt því Fram er fínn klúbbur og flott fólk sem ég hitti þar."
,,En ég var bara að spila á einhverjum böllum út um allt. Þá var ég óþekktur og að harka í tónlistinni. Það var ágætis reynsla að kynnast svona úrvalsdeildarklúbbi og hvernig þetta fer allt fram. Ég get aðeins nýtt mér það, alveg eins og Sævar (Þór Gíslason) tekur með sér frá Fylki og nokkrir aðrir sem hafa farið í úrvalsdeildarklúbba. Að vita hvernig þetta er, hvernig er haldið utan um agamál og svona sem skiptir máli."
,,Ég var mjög ungur þegar ég var fenginn yfir í Fram. Ég var enn í 2. flokki og var enn óskrifað blað. Þeir gerðu engar kröfur og allt sem ég hefði gert var bara bónus. En ég var hálfpartinn hættur í huganum svo þeir gerðu ekkert mál úr því. Ég mætti á æfingar og var með en var ekki alveg að gera mitt besta, var bara af hálfum hug. Nú þýðir það ekki, nú er ég bara á fullu."
Þegar Ingólfur sneri aftur á Selfoss fyrir tímabilið 2007 breyttist hugarfarið hjá honum og hann varð fastamaður í liðinu sem vann 2. deildina og lék 17 af 18 leikjum liðsins.
,,Já, þá lifnaði ég aðeins við í boltanum aftur. Þá fór ég og hitti þessa gömlu félaga og fann svona að það væri kominn tími á að rífa Selfoss upp og taka þátt í því. Þá þurfti maður að æfa og standa sig betur á vellinum líka. Það hefur bara gengið vel hingað til."
Held að Veðurguðirnir séu ekkert sáttir við mig
Sem fyrr sagði hefur Ingólfur verið með vinsælli tónlistarmönnum Íslands undanfarin ár og hljómsveit hans, Veðurguðirnir, hefur slegið í gegn og átt hvern slagarann á eftir öðrum. Hann viðurkennir að tónlistin hafi áhrif á fótboltann en ætlar að leggja hana til hliðar nú þegar Íslandsmótið er að hefjast.
,,Þetta hefur gríðarleg áhrif. Maður er miklu þreyttari þegar maður er að spila (á böllum). Þess vegna er planið hjá mér að minnka þessa spilamennsku," sagði Ingólfur.
,,Ég ætla ekki að spila þegar það eru leikir og ekkert í kringum tímabilið. Ég veit ekki hvað ég er búinn að hafna mörgum ,,giggum". Ég held að Veðurguðirnir séu ekkert sáttir við mig með það að ég segi 'nei' við öllum hátíðum út um allt. Það eru alltaf leikir á mánudegi og ég nenni ekki að vera örþreyttur á sunnudegi. Ég segi því bara nei og nú er það bara boltinn í sumar á Selfossi þar sem ég ætla að reyna að geta eitthvað."
Gummi þarf ekki að hafa áhyggjur ég mæti og geri mitt besta
Nú þegar Pepsi-deildin hefst eftir tæplega hálfan mánuð er Ingólfur því að fara að setja tónlistina í annað sætið. Hann segir að það verði engin eftirsjá í tónlistinnni þó svo fótboltinn muni eiga hug hans allan næstu mánuðina.
,,Nei nei, ég verð næstu tíu árin á fullu í boltanum en í tónlistinni get ég verið næstu 30 árin þess vegna ef ég vil," sagði Ingólfur sem viðurkenndi að tónlistin hafi haft truflandi á einn leik hjá liðinu á síðasta ári þegar Selfoss var í 1. deildinni.
,,Þá var ég að spila til fjögur og við vorum að fljúga norður klukkan sjö. Það var ekki að ganga og þó ég hafi ekkert verið að fá mér þá var ég bara svakalega þreyttur. Það er það sem gerist og heldur áfram að gerast. Þess vegna mun ég sleppa þessu núna og spila ekki stuttu fyrir leik og sleppi ekki æfingum. Það er tilgangslaust, þó ég minnki spil þá get ég alveg spilað eitthvað."
Guðmundur Benediktsson tók við þjálfun Selfoss í vetur af Gunnlaugi Jónssyni. Hann hefur notað Ingólf í sex af sjö leikjum liðsins í Lengjubikarnum og sjálfur veit Ingólfur að hann verður að sinna fótboltanum af fullum hug ef hann ætlar að fá tækifæri.
,,Hann setur mig ekkert í liðið ef ég mæti ekki. Í deildabikarnum var ég að detta út úr liðinu ef ég mætti ekki daginn fyrir leik eða mætti of seint. Það var bara í febrúar / mars þegar ég var að klára tónlistardæmið en nú er ég alveg kominn á fullu í boltann. Gummi þarf ekki að hafa áhyggjur af því. Ég mæti bara og geri mitt besta og þá fæ ég vonandi að spila."
Það býst enginn við að einhver poppari geti eitthvað
Þeir sem hafa spilað fótbolta vita að andstæðingurinn reynir ýmislegt til að taka menn úr jafnvægi. Ingólfur er þekkt andlit og þegar hann mætir inn á fótboltavöllinn á hann það til að finna fyrir því frá andstæðingunum.
,,Já það er alltaf. Ég finn það alveg frá mótherjanum að þeir vita alveg hver ég er og finnst það voðalega fyndið. En ég held að ég græði bara á því. Það er enginn sem býst við að ég geti eitthvað, þannig að allt sem ég geri kemur á óvart. Einhver poppari, hvað er hann að reyna að gera hérna," sagði Ingólfur sem veit að hann mun einnig fá skot úr stúkum landsins í sumar.
,,Ég er með harðan skjöld fyrir því og bý mig undir það versta í sumar. Það gefur þessu líka gaman. Íslenskir stuðningsmenn eru skemmtilegir, það er verið að syngja einhverna níðsöngva um mann en ekkert verið að fara yfir strikið. Bara aðeins verið að drulla en ég hef bara gaman af því. Svo hitti ég þá á næsta balli á pöbbnum og þá eru þeir hressir. En þetta gerir fótboltann skemmtilegri þegar það eru svona flottir stuðningsmannahópar. Það þýðir ekkert að fara að væla, þetta er bara hluti af þessu."
Ekkert í myndinni að falla
Selfoss er að fara að leika í fyrsta sinn í efstu deild og margir spá því að þeir verði í erfiðleikum. Ingólfur segir að það sé ekkert í myndinni að liðið sé að falla en hann ætlar sjálfur að standa sig.
,,Mig langar að vera góður í sumar og spila vel. Það er gaman í fótbolta þegar maður er að spila vel og ég vona að það verði í sumar," sagði Ingólfur.
,,Ef við verðum fullir sjálfstrausts og höfum trú á því sem við erum að gera, ekkert hræddir og mætum og gerum okkar allra besta, þá held ég að við eigum möguleika á að vinna í hverjum einasta leik. Ef við höfum trú á sjálfum okkur og vinnum saman með lið. Hvað varðar mannskap þá erum við þokkalega mannaðir og algjörlega tilbúnir að spila í úrvalsdeild. En við ætlum bara að taka einn leik í einu og gera okkar besta. "
,,Við erum ekkert að hugsa um það að falla. Það er ekkert í myndinni hjá okkur. Við ætlum að halda okkur í deildinni. Auðvitað er það grunn markmið hjá mörgum, maður heyrir það hjá stuðningsmönnum og fleirum að það væri flott að halda sér í deildinni. Menn eru ánægðir ef það gengur en við tökum einn leik í einu og reynum að vinna hvern leik."
Fíla æfingarnar hjá Gumma
Guðmundur Benediktsson hefur í gegnum árin verið einn besti leikmaður í efstu deild enda töframaður með boltann. Hann hefur nú tekið við þjálfun Selfoss og Ingólfur er ánægður með hann.
,,Mér finnst Gummi mjög fínn. Það segja það allir og nú er hann að stíga sín fyrstu skref í þjálfarabransanum og það byrjar vel. Það er fínt tempó á æfingum og gaman," sagði Ingólfur.
,,Hann er góður fótboltamaður og reynir að hafa svolítinn bolta. Ég hef persónulega mjög gaman af því. Mér finnst mjög mikilvægt að manni finnist gaman á æfingum. Það er mjög ólíkt á milli þjálfara hvað menn eru að láta gera. Ég fíla þessar æfingar hjá Gumma mjög vel."
,,Það á eftir að koma í ljós hvernig innsæi hann hefur í leikjunum sjálfum með að gera breytingar og rótera með liðið. Það á eftir að koma í ljós þegar það koma alvöru leikir en Gummi er flottur náungi sem hefur húmor og er flottur. Menn bera líka virðingu fyrir honum fyrir það sem hann hefur gert í gegnum tíðina."
Þegar Guðmundur var ráðinn til Selfoss var alltaf stefnt að því að hann yrði einnig leikmaður liðsins en sjálfur hefur hann dregið úr því og hefur til að mynda ekki spilað einasta leik í Lengjubikarnum. En býst Ingólfur við því að hann spili með í sumar?
,,,Ég geri mér enga grein fyrir því. Ég hef ekki hugmynd um það. Hann virðist hafa verið rólegur í vetur og æft lítið með en svo er hann bara svo seigur í fótbolta og gæti alveg hent sér inná ef það vantar eða verið í hóp. Hann getur klárlega styrkt liðið en það er spurning hvernig formið er og hvernig lappirnar á honum eru. Hann er góður fótboltamaður, það vita það allir."
Var svo óraunverulegt að klára þetta
Gunnlaugur Jónsson skrifaði óvænt undir samning við Val þegar tvær umferðir voru eftir af síðustu leiktíð og stýrði liðinu af þeim sökum ekki í lokaleiknum gegn ÍA. En skyggði það ekki á gleðina í fyrra.
,,Jújú. Á vissum tímapunkti en við fögnuðum í lok sumars. Þá unnum við Skagamenn á heimavelli sem var mögnuð stund," sagði Ingólfur. ,,Árið áður vann ÍBV 1. deildartitlinn á Selfossvelli og svo árið eftir sáu margir leikjaplanið og hugsuðu 'já ætla Skagamenn svo að koma og taka titlinn hérna?'. Það var því sætt þegar við tókum hann svo hérna og Skaginn var ekki einu sinni að fara upp. Þetta var allt svo óraunverulegt að klára þetta svona og ég var mjög hissa á þessu en samt var ég svo ánægður því við unnum fyrir því."
,,Gulli var mjög flottur og stóð sig vel en það var mjög leiðinlegt að missa hann. Menn voru svolítið pirraðir þarna fljótlega eftir en svona er bara boltinn."
Í þriðju síðustu umferð hafði Selfoss tryggt sér sæti í Pepsi-deildinni með 6-1 sigri heima gegn Aftureldingu og stemmingin á vellinum var eins og á Þjóðhátíð þar sem áhorfendur hlupu inn á völlinn.
,,Þetta verður aldrei toppað, það var gaman að vera í þessu liði. Ég held að það verði haldið reunion hjá þessu liði lengi. Liðið sem loksins náði þessu langþráða markmiði."
,,Ég var búinn að hugsa um þetta síðan ég var sjö ára boltasækjari en markmiðið okkar var bara alltaf að komast í 1. deild og vera þar aðeins og reyna að geta eitthvað. Svo allt í einu vorum við komnir í úrvalsdeild, þetta var alveg fáránleg stund."
Vona að Guðmundur eigi ekki séns í mig
Ingólfur verður líklega í byrjunarliði Selfoss í upphafi móts á miðri miðjunni en á kantinum verður líklega Guðmundur Þórarinsson bróðir hans sem hefur vakið mikla athygli fyrir hæfileika sína. Ingólfur segir gaman að spila með bróður sínum.
,,Það er mjög gaman. Hann kann leikinn og er góður fótboltamaður. Ég vona að honum gangi vel. Hann er mjög ungur og það er pressa á honum því menn tala um hann," sagði Ingólfur.
,,Hann hefur verið efnilegur lengi og var mjög góður í fyrra og hitteðfyrra meira að segja þegar hann kom aðeins inn. Það verður erfiðara fyrir hann en marga því hann er svo ungur. En hann er mjög efnilegur leikmaður og það sem hann gerir með boltann heima þegar hann er að sýna mér einhver trix er alveg fáránlegt. Það þyrfti að taka það upp og sýna í sjónvarpinu það sem hann er að gera með boltann. Hann getur tekið Kaka, Ronaldo og Zlatan, öll trixin bara. Allt það besta frá þeim kann hann."
,,Hann er ótrúlega flinkur og skilur leikinn vel og er með góðan vinstri fót. Það er gaman að spila með honum. Ég vona að hann nái sér á strik í sumar og hann á alveg að geta það ef hann spilar á fullu og verður jákvæður."
,,Hann er svolítið skapmikill og hefur verið síðan hann var lítill, en samt á að vera hægt að vinna með það og nýta sér það til góðs en ekki láta það skemma fyrir. Hann lærir það í sumar, við erum að vinna í því. Ég vona að hann verði bestur í sumar. En ég ætla að reyna að vera betri en hann samt, ég vona að hann eigi séns í mig."
Árið 2008 munaði engu að Selfoss færi upp í efstu deild eftir eitt tímabil í 1. deildinni en liðið rétt missti af því sæti. 2009 var svo talið útilokað að þeir gætu farið upp enda deildin talin mun sterkari, en annað kom á daginn.
,,Margir sögðu að það hafi verið eini sénsinn fyrir okkur að fara upp þá (árið 2008). Fyrst við klúðruðum því þá værum við ekki að fara upp á næstunni því þá var talið að deildin yrði miklu sterkari en árið áður," sagði Ingólfur.
,,Þá komu Skagamenn og HK í deildina og þeim var spáð beint upp fyrir utan nokkur Reykjavíkurlið sem áttu að vera sterk og Fjarðabyggð og Akureyri eru alltaf hættuleg. En við fórum upp úr frekar sterkri deild, menn töldu hana sterkari en árið áður þegar okkur tókst ekki að fara upp. Það kom okkur sjálfum á óvart en við fórum þetta bara á seiglunni."
Ferð ekkert í búðina án þess að heyra það ef þú varst lélegur
Mikil spenna er á Selfossi fyrir því að sjá liðið í efstu deild í fyrsta sinn. Ingólfur hefur séð miklar breytingar á undanförnum árum.
,,Það er mjög mikið búið að vera af áhorfendum á leikjum og við höfum byggt svolítið á stemmningunni. Ég held að það sé allt heimamenn sem eru í liðinu. Í 20 manna hóp eru tveir til þrír sem ekki telja sig vera heimamenn, sem hafa spilað í yngri flokkum með Selfossi," sagði Ingólfur.
,,Það hjálpar okkur líka í kringum liðið, með áhorfendur, fólk styður sína menn og gerir ákveðnar kröfur. Umræðan skapast líka í bænum. Þetta er svipað eins og með Skagann án þess að ég sé að bera okkur saman við þá. Það er samt ákveðin stemmning sem ég held að hjálpi til, þægileg pressa."
,,Þú ferð ekkert í búðina án þess að fá að heyra það ef þú hefur verið lélegur. Menn eru ekki atvinnumenn heldur er þetta af lífi og sál sem ætti að geta hjálpað okkur eitthvað. Við ætlum bara að gera okkar besta í sumar og ég geri mér enga grein fyrir hvernig þetta fer, þetta verður bara spennandi."
,,Nú er það ekki lengur að það er tómt á Selfoss velli eins og var stundum. Ef það var rigning þá mætir fólk núna en í gamla daga mætti fólk bara ef það var sól. Það var ekki mikil stemmning fyrir því."