Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 28. apríl 2010 12:00
Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson: Ekkert galin spá
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
,,Þetta er ekkert galin spá út frá tímabilinu í fyrra, miðað við hvaða mannskap við erum búnir að missa og miðað við úrslit i æfingaleikjum," sagði Heimir Hallgrímsson þjálfari ÍBV en sérfræðingar Fótbolta.net spá liðinu tíunda sæti í Pepsi-deildinni í sumar.

Heimir hefur sjálfur lýst því yfir að markmiðið hjá Eyjamönnum sé sett á Evrópusæti.

,,Við stefnum hærra. Þetta er sætið sem við voru í í fyrra og það er alltaf ætlunin hjá öllum að gera betur en í fyrra."

Eyjamenn hafa oft glímt við það vandamál að lið þeirra æfir ekki saman yfir veturinn og er að smella saman rétt fyrir mót. Það sama er uppi á teningnum í ár.

,,Það átti að breyta því fyrir þetta tímabil en það er margt sem hefur komið upp á sem hefur komið í veg fyrir það, bæð ástand hérna og annars staðar í heiminum. Það er margt sem hefur komið í veg fyrir að við höfum að náð að slípa liðið saman og það er mjög eðlilegt að okkur sé spáð neðarlega. Við höfum meira segja tapað bæði á móti Haukum og Selfoss sem eru fyrir neðan okkur (í spánni)."

Eyjamenn hafa fengið nokkra leikmenn í vetur en Heimir vill bæta fleiri leikmönnum við.

,,Ég vona að ég geti tekið inn tvo leikmenn fyrir tímabil og það er stefnan hjá okkur," sagði Heimir en ekki er útilokað að Ajay Leitch-Smith og Christopher Clements komi aftur frá Crewe.

,,Það er svo erfitt alls staðar hjá öllum liðum, það eru öll lið að endurskipuleggja sína leikmannahópi og öll lið eru að skera niður. Það er erfitt að fá svör úti en við erum með fleiri járn í eldinum ef að við fáum ekki það sem við viljum."

Einn af leikmönnunum sem ÍBV hefur fengið er reynsluboltinn Tryggvi Guðmundsson sem leikur að nýju með uppeldisfélagi sínu í sumar.

,,Hann hefur ódrepandi sigurvilja og metnað. Hann hefur þessa reynslu sem vantar svolítið í þetta lið hjá okkur. Við erum með mjög unga leikmenn og vorum með ótrúlega ungt lið í fyrra. Það vantar leiðtoga og reynslu og það kemur kannski með honum," sagði Heimir sem hefur ekki ákveðið hvar Tryggvi kemur til með að spila.

,,Hann verður allavega framarlega á vellinum. Hann getur spilað nánast hvaða stöðu sem er. Við höfum notað hann á vinstri kanti, við höfum notað hann frammi og fremstan á miðjunni. Hann verður í einhverri af þessu stöðum."

Eyjamenn mæta Frömurum á Laugardalsvelli í fyrstu umferð Pepsi-deildarinnar þann 11. maí.

,,Við byrjuðum á móti Fram í fyrra og töpuðum 2-0 en kannski áttum við meira í leiknum ef eitthvað er. Það er alltaf erfitt að mæta Fram og það er alveg eins gott að mæta þeim í fyrsta leik," sagði Heimir að lokum.
banner
banner
banner
banner
banner