Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
   fim 29. apríl 2010 17:31
Magnús Már Einarsson
Jóhannes Karl kemst að samkomulagi um starfslok hjá Burnley
Jóhannes Karl Guðjónsson hefur komist að samkomulagi við Burnley um starfslok hjá félaginu. Frá og með morgundeginum verður Jóhannes Karl því laus allra mála frá Burnley en þetta staðfesti hann við Fótbolta.net í dag.

Samningur Jóhannesar átti að renna út í sumar en hann fær nú að fara fyrr frá Burnley. Þessi 29 ára gamli miðjumaður getur því fundið sér nýtt félag í sumar.

Jóhannes Karl var á dögunum settur í tveggja vikna bann hjá Burnley eftir að hann gagnrýndi Brian Laws stjóra liðsins í viðtali á Fótbolta.net.

Jóhannes Karl hefur ekki verið í náðinni síðan að Laws tók við Burnley í janúar og hann hefur ekki verið í leikmannahópi liðsins undanfarna mánuði.

Á ferli sínum hefur Jóhannes Karl einnig leikið með Aston Villa, Wolves og Leicester á Englandi en hann kom til Burnley frá AZ Alkmaar árið 2007.
banner