Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 02. maí 2010 11:28
Hafliði Breiðfjörð
Heimild: Vefur Liverpool 
Carlsberg merkið á kínversku hjá Liverpool í dag
Svona verður búningur Liverpool í dag.
Svona verður búningur Liverpool í dag.
Mynd: Vefur Liverpool
Carlsberg auglýsingin sem hefur verið á treyjum Liverpool undanfarin 18 ár mun verða á kínversku þegar liðið tekur á móti Chelsea á Anfield klukkan 12:30 í dag.

Samningur félagsins við danska bjórframleiðandann rennur út í sumar og því verður leikurinn í dag síðasti heimaleikur Liverpool með merki Carlsberg framan á búningunum.

Ástæðan fyrir þessu er að Liverpool er eina borgin frá Bretlandi sem er á heimssýningunni í Shanghai síðar á árinu og fulltrúar Carlsberg fundu upp á því snjallræði að setja merki fyrirtækisins á kínversku vegna þessa.

,,Við erum ánægðir með að hafa getað gert eitthvað af þessu tilefni. Við teljum þetta góða hugmynd til að senda skilaboð til vina og stuðningsmanna Liverpool í Kína, þar sem við vitum að félagið á mikinn stuðningsmannahóp og við höfum líka lagt hart að okkur með öllum til að gera þetta sérstakan atburð fyrir heimssýninguna," saðgi Keld Strudahl talsmaður Carlsberg.

Auk þessa munu merki Carlsberg á auglýsingaskiltum í kringum völlinn verða á kínversku.

Kínverskt merki Carlsberg verður fimmta auglýsingin á búningi Liverpool frá upphafi. Fyrsta auglýsingin var Hitatchi, svo kom Crown Paints, Candy og svo Carlsberg árið 1992.

Á næsta tímabili mun Standard Chartered bankinn auglýsa á treyjum Liverpool.
banner