Heimild: Reynir.is
Reynir Sandgerði úr annarri deild hefur samið við Miza Kecman og Alexandar Stojanovic.
Báðir leikmennirnir eru komnir með leikheimild og koma þeir til landsins í byrjun maí fyrir fyrsta leik liðsins í Íslandsmótinu.
Kezman er 25 ára varnar og miðjumaður en hann hefur leikið í heimalandi sínu Serbíu við góðan orðstír, síðast með Radnicki Fc í annarri deildinni.
Stojanovic er stór og öflugur sóknarmaður en þessi 23 ára gamli leikmaður er 188 cm á hæð. Stojanovic lék síðast með Palilulak frá Belgrad í Serbíu.
Hér að neðan má sjá myndband af Alexandar Stojanovic.