Dean Martin, spilandi þjálfari KA, var ánægður eftir 2-1 sigur liðsins á Þrótti í fyrstu deildinni í dag.
,,Við spiluðum vel í dag. Við ákváðum í gær að koma suður út af því að það var ekkert flug frá Akureyri. Það gæti hafa hjálpað okkur að hvílast vel kvöldið á undan á hóteli," sagði Dean í sjónvarpsviðtali við Fótbolta.net eftir leik.
Þrátt fyrir að það hafi gefið góða raun að ferðast daginn á undan í leik að þessu sinni þá býst Dean ekki við að það verði gert oftar.
,,Ég held að stjórnarmennirnir yrðu ekki ánægðir með kostnað. Kannski tjöldum við einhversstaðar í Laugardal."