Þróttur 1-2 KA0-1 (sjálfsmark) ('57)
1-1 Hörður Bjarnason ('74)
1-2 Haukur Hinriksson ('83)
Það var haldin hátíð í Laugardalnum í dag í tilefni af fyrsta heimaleik Þróttara á tímabilinu en þeir tóku á móti KA á Gervigrasinu í Laugardal.
1-1 Hörður Bjarnason ('74)
1-2 Haukur Hinriksson ('83)
Það var haldin hátíð í Laugardalnum í dag í tilefni af fyrsta heimaleik Þróttara á tímabilinu en þeir tóku á móti KA á Gervigrasinu í Laugardal.
.Bæði lið eru með nokkuð breytta hópa frá seinustu leiktíð, þá sérstaklega Þróttarar, sem féllu úr Pepsi deildinni seinasta haust. Í spá þjálfara og fyrirliða liðanna í 1. deild var Þrótti spáð 3. sæti í deildinni en Akureyringum því 8. Þennan mun var þó ekki að sjá á liðunum í dag því KA menn réðu ferðinni mestallan tímann.
Að vísu átti Muamer Sadikovic skot í þverslá KA-marksins snemma leiks en þar fyrir utan voru norðanmenn mun hættulegri þó að þeir hefðu ekki skapað sér mikið af hættulegum færum í fyrri hálfleiknum, nema þá helst þegar David Disztl átti tvíveigis skalla að marki, en annar þeirra fór framhjá og hinn var vel varinn af Haraldi Björnssyni í Þróttaramarkinu.
Seinni hálfleikurinn var ósköp svipaður þeim fyrri og á 57. mínútu dróg til tíðinda. Þá vann Daniel Stubbs boltann við endalínuna Þróttaramegin, sendi hann inn á markteig þar sem samskiptaleysi í vörn heimamanna varð til þess að Helgi Pétur Magnússon skallaði í autt markið eftir að Haraldur hafði komið út í boltann.
Eftir þetta reyndu Þróttarar að komast betur inn í leikinn og Halldór Hilmisson komst í hættulegt færi þegar hann slapp einn inn fyrir en Sandor Matus varði skot hans með góðu úthlaupi. Á 74. Mínútu átti Halldór síðan sendingu á Hörð Sigurjón Bjarnason sem stóð við vítateigshornið vinstra megin og þrumaði boltanum viðstöðulaust í bláhornið, og staðan því orðin 1-1.
Eftir það tóku gestirnir aftur við sér og pressuðu mun meira. Það endaði með því að Haukur Hinriksson skoraði sigurmark leiksins á 83. mínútu með góðum flugskalla eftir hornspyrnu þjálfarans Dean Martin. KA menn sóttu góðan sigur í Laugardalinn og gaf spilamennska þeirra í dag ekki til kynna að þeir verði í einhverri fallbaráttu í sumar. Þróttarar þurfa hins vegar að bæta spilamennsku sína ef þeir ætla sér að vera í toppbaráttunni.
Lið Þróttar: Haraldur Björnsson, Runólfur Sveinn Sigmundsson, Hallur Hallsson, Helgi Pétur Magnússon (Milos Tanasic), Muamer Sadikovic, Erlingur Jack Guðmundsson, Halldór Arnar Hilmisson (Vilhjálmur Pálmason), Andrés Vilhjálmsson (Guðfinnur Þórir Ómarsson), Ingvi Sveinsson, Dusan Ivkovic, Hörður Sigurjón Bjarnason.
Ónotaðir varamenn: Kjartan Páll Þórarinsson, Ingvar Þór Ólason
Lið KA: Sandor Matus, Haukur Heiðar Hauksson, Dean Edward Martin, Srdjan Tufegdzic, Guðmundur Óli Steingrímsson, Haukur Hinriksson, David Disztl (Orri Gústafsson), Daniel Allan Stubbs (Hallgrímur Mar Steingrímsson), Andri Fannar Stefánsson, Sigurjón Fannar Sigurðsson, Janez Vrenko.
Ónotaðir varamenn: Jóh Heiðar Magnússon, Davíð Rúnar Bjarnason, Steinn Gunnarsson.