Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
banner
   fös 14. maí 2010 23:14
Fótbolti.net
Umfjöllun: Björn Viðar afgreiddi Njarðvíkinga
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Davíð Örn Óskarsson
ÍR-inga fagna marki.
ÍR-inga fagna marki.
Mynd: Fótbolti.net - Davíð Örn Óskarsson
Mynd: Fótbolti.net - Davíð Örn Óskarsson
Njarðvík 1 - 2 ÍR
0-1 Björn Viðar Ásbjörnsson
1-1 Ísleifur Guðmundsson
1-2 Björn Viðar Ásbjörnsson

Njarðvíkingar tóku á móti ÍR í fyrsta heimaleik sumarsins. Njarðvíkingar léku á móti vindi í fyrri hálfleik en það var smá blástur á vellinum til að byrja með. Njarðvíkingar áttu fyrsta færið þegar að Ben Long átti langt innkast inn í teig, gestirnir hrensuðu boltann rétt fyrir utan teig þar sem fyrirliðinn Kristinn Björnsson átti skot en boltinn fór yfir mark gestanna.

Fyrsta færi gestanna kom eftir aukaspyrnu sem þeir fengu fyrir utan teig. Árni Freyr Guðnason átti þá skot í vegginn sem stefndi í hægra hornið en boltinn fór framhjá markinu. Liðin skiptust á að sækja og án þess þó að skapa sér dauðafæri.

Fyrsta mark leiksins kom á 26. mínútu eftir að ÍR ingar skutust upp í skyndisókn, langur bolti kom frá hægri kant yfir á vinstri þar sem að Björn Viðar Ásbjörnsson tók á móti boltanum, Björn gerði sér lítið fyrir og lét vaða á markið og fór boltinn slánna inn. Óverjandi fyrir markvörð Njarðvíkinga Ingvar Jónsson og gestirnir komnir yfir.

Mikil barátta einkenndi leikinn og voru Njarðvíkingar meira með boltann á meðan að ÍR ingar treystu á skyndisóknir með fljóta framherja sína að aðalvopni.

Njarðvíkingar uppskáru mark eftir hornspyrnu á 43. mínútu eftir að Kristinn Björnsson hafði átt stökkskot að marki sem markvörður ÍR inga sló yfir. Einar Helgi Helgason tók hornspyrnuna sem rataði á kollinn á Ísleifi Guðmundssyni og framhjá Ágústi Bjarna Garðarssyni markverði gestanna og staðan 1-1 og þannig stóðu leikar í hálfleik.

Síðari hálfleikur var svipaður og fyrri. Gestirnir voru þó hættulegri í skyndisóknum sínum. Kristján Ari Halldórsson fékk dauðfæri eftir að hann komst einn innfyrir vörn heimamanna en skot hans fór framhjá fjærstönginni.

Gestirnir komust yfir þegar að 20 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Heimir Snær Guðmundsson átti þá sendingu hægra megin við miðju innfyrir vörn heimamanna og þar var Björn Viðar mættur og lyfti boltann yfir Ingvar Jónsson sem hikaði í úthlaupinu og staðan orðin 1-2 gestunum í vil.

Njarðvíkingar sóttu eftir þetta og fékk Guilhermo Ramos dauðfæri inn í teig eftir að hafa fengið skallasendingu frá Ólafi Jónssyni en hitti boltann illa og Ágúst Bjarni átti ekki í erfiðleikum með að grípa knöttinn.

Gestirnir fengu nokkur dauðafæri til að klára leikinn en nýttu þau ekki og lokatölur 2-1 fyrir ÍR sem er með fullt hús stiga í öðru sæti deildarinnar.
banner
banner