Ívar Örn Guðjónsson skrifar frá Grýluvelli
Hamar 0-0 Völsungur:
Hamar og Völsungur áttust við í fyrsta leik sumarsins á grýluvelli. Vorbragur var með liðunum fyrstu 10.mínúturnar en fyrsta hættulega færi leiksins fengu Völsungar. Leikmaður númer 7 hjá völsungi lék á tvo Hamarsmenn en stoppaði á þeim þriðja á markteig Hamarsmanna. Völsungur hresstist við þetta og tóku völdin á vellinum. Hamarsmenn lágu aftarlega á vellinum og reyndu “kick and run”taktík.
Þegar 17.mínútur voru liðnar fengu völsungur dauðafæri. Þegar Elfar Aðalsteinsson komst í gegn en Hamar náði poti í boltann og þaðan fór hann á markvörð þeirra. Mínútu síðar komst sami leikmaður aftur í gegn og átti skot sem slegið var í burtu. Það var svo eftir 22.mínútna leik sem fyrsta gula spjaldið kom, þegar leikmaður gestanna var með kjaftbrúk.
Leikmenn Hamars heimtuðu svo víti um mínútu síðar þegar hann fór í hendi en ekkert dæmt. 35.mínútu kom svo hætta hjá marki völsungs. Ágúst Örlaugur Magnússon átti þá skalla fyrir markið, en þar munaði aðeins einu skónúmeri að Hamarsmenn næðu til boltans.
Fyrri hálfleik lauk því með 0-0 jafntefli þar sem Hamar fékk betri færi en Völsungur voru sterkari á miðjum velli. Síðari hálfleikur var þó eign Hamarsmanna. Eftir 2 mínútur slapp Arnar Þórarinsson inn fyrir en snéri við og lagði hann á Atla Sigurðsson sem átti skot yfir markið. Eftir þetta hægðist á leiknum eftir þetta. Þegar 65.mínútur voru búnar fékk Alexander dauðafæri og skallaði boltann yfir af markteig.
Þegar 20.mínútur voru eftir vann Atli boltann af varnarmanni völsunga gaf út á Alexander sem átti skot sem markmaður völsungs varði vel. Tveimur mínútum síðar léku Hamarsmenn frá vinstri kanti yfir á hægri þar sem stunga kom inn og Ragnar fékk boltann en sendi hann hársbreidd frá markinu. Hamar gerði sína síðust skiptingu 10.mínútum fyrri leikslok þegar Hveragerðis eina von kom inná Helgi “hinn rauði” Guðnason. Hamar sótti grimmt á völsung sem lá til baka.
Dómarinn sýndi sinn vorbrag þegar hann sýndi leikmanni Hamarsgult spjald eftir pústra sem Völsungsmaður byrjaði á. Bæði lið settu kraft í lokinn og spyrntu boltanum fram án árangurs. En langbesta færi leiksins kom þegar 2.mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma. Boltinn barst þá til Atla sem átti skot sem endaði í völsungsmanni, og Hamarsmenn vildu meina að hann hefði farið í hendi varnarmannsins en dómarinn dæmdi ekkert og flautaði leikinn út um hálfri mínútu síðar.
Hamarsmenn áttu síðari hálfleik en tókst ekki að skora og því niðurstaðan 0-0. Jón Aðalsteinn þjálfari Hamarsmanna var að vonum ekki sáttur í leikslok og sagði að síðari hálfleikur hafi átt að hafa innifalið mark frá Hamri.