Hilmar Geir Eiðsson var öflugur í liði Hauka í 1-0 tapinu gegn FH í kvöld. Hilmar Geir var ógnandi á kantinum en hann var hundsvekktur með tapið eftir leikinn.
,,Þetta er alveg ömurlegt," sagði Hilmar Geir í sjónvarpsviðtali við Fótbolta.net.
,,Mér fannst við vera aðeins betri í seinni hálfleik. Við vorum svolítið taugaóstyrkir í fyrri en síðan komum við sterkari inn í seinni en þetta klikkaði. Manni fannst eins og þeir væru að gefast upp en þá setja þeir eitt í andlitið á okkur."
Hilmar Geir Eiðsson átti bestu tilraun Hauka í leiknum en hann vippaði boltanum þá yfir Gunnleif Gunnleifsson og í slána.
,,Ég hélt að hann væri inni, ég hélt að hann myndi droppa niður fyrir slána. Þetta er óheppni, stundum fer hann inn og stundum ekki."
Hér að ofan má sjá viðtalið við Hilmar Geir í heild sinni.