Haukar 0-1 FH
0-1 Björn Daníel Sverrisson ('83)
0-1 Björn Daníel Sverrisson ('83)
FH-ingar unnu sinn fyrsta sigur í Pepsi-deildinni þetta árið þegar þeir lögðu granna sína í Haukum 1-0 á Vodafone vellinum að Hlíðarenda.
Vallarmet var sett á Vodafone vellinum, en alls voru 2153 manns á vellinum í kvöld.
Fólk bjóst við rosalegri sýningu frá liðunum en það var svo sannarlega ekki boðið upp á sýningu. Björn Daníel Sverrisson skoraði eina mark leiksins þegar að tæpar tíu mínútur lifðu leiks.
Bæði lið gerðu jafntefli í fyrstu umferðinni, Haukar við KR á KR-velli en FH við Val einmitt á Vodafone vellinum.
Leikurinn var í heildina voða jafn og rólegur. Fyrsta hálftímann voru FH-ingar ívið betri en þeir náðu ekki að skapa sér nógu góð marktækifæri. Eftir rólegan hálftíma færðist fjör í leikinn síðasta korterið í fyrri hálfleik.
Hilmar Geir Eiðsson, besti maður vallarins var hársbreidd frá því að koma Haukum yfir en skot hans fór yfir Gunnleif í marki FH og þaðan í þverslánna. Þá skoraði Arnar Gunnlaugsson mark sem dæmt var af vegna rangstöðu. Skiptar skoðanir eru á hvort að Arnar hafi í raun verið rangstæður en Smári Stefánsson, aðstoðardómari númer 1 var allavega á þeirri skoðun að Arnar hafi verið rangstæður.
Markalaust var þegar að Jóhannes Valgeirsson, ágætur dómari leiksins flautaði til loka fyrri hálfleiks.
Síðari hálfleikurinn var öllu fjörugri og fengu bæði lið sín marktækifæri.
Íslandsmeistarar FH fengu þó öllu betri marktækifæri og ber þar helst færi sem Atli Viðar Björnsson fékk einn gegn Daða Lárussyni, en Atli lét fyrrum liðsfélaga sinn verja frá sér.
Daði kom hins vegar engum vörnum við þegar að Björn Daníel Sverrisson skoraði með flottu skoti úr teignum með vinstri fæti.
Haukarnir gerður allt sem þeir gátu til þess að ná jöfnunarmarkinu og Arnar Gunnlaugsson komst næst því er hann átti góða aukaspyrnu sem landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur varði glæsilega.
0-1 sigur FH staðreynd í jöfnum leik. FH er með fjögur stig eftir tvo leiki en Haukar með eitt eftir jafn marga leiki.
Haukar: Daði Lárusson, Pétur Ásbjörn Sæmundsson, Daníel Einarsson, Kristján Ómar Björnsson, Gunnar Ásgeirsson, Hilmar Trausti Arnarsson, Sam Mantom, Hilmar Rafn Emilsson Guðjón Pétur Lýðsson, Arnar Bergmann Gunnlaugsson, Hilmar Geir Eiðsson.
Varamenn: Pétur Örn Gíslason, Úlfar Hrafn Pálsson, Ísak Örn Einarsson, Jónmundur Grétarsson, Guðmundur Viðar Mete Kristján Óli Sigurðsson, Amir Mehica.
FH: Gunnleifur Gunnleifsson, Guðmundur Sævarsson, Pétur Viðarsson, Tommy Nielsen, Hafþór Þrastarson, Björn Daníel Sverrisson, Ásgeir Gunnar Ásgeirsson, Gunnar Már Gumundsson, Ólafur Páll Snorrason, Atli Viðar Björnsson, Torger Motland.
Varamenn: Atli Guðnason, Gunnar Sigurðsson, Jón Ragnar Jónsson, Einar Karl Ingvarsson, Hjörtur Logi Valgarðsson, Jacob Neestrup.
Maður leiksins: Hilmar Geir Eiðsson (Haukar)
Dómari: Jóhannes Valgeirsson.
Aðstæður: Frábærar.
Áhorfendur: 2153.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |