Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
   mán 17. maí 2010 21:51
Jóhann Óli Eiðsson
VISA-bikarinn: KA lagði Draupni í fyrsta leik annarar umferðar
Úr leiknum í kvöld.
Úr leiknum í kvöld.
Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson
Tvíburabræðurnir Hinrik Hinriksson (Draupnir) og Haukur Hinriksson (KA) áttust við í kvöld.
Tvíburabræðurnir Hinrik Hinriksson (Draupnir) og Haukur Hinriksson (KA) áttust við í kvöld.
Mynd: Sævar Geir Sigurjónsson
KA 2 - 0 Draupnir
1-0 Hallgrímur Mar Steingrímsson ('53)
2-0 Haukur Heiðar Hauksson ('86)

Önnur umferð VISA-bikars karla hófst í dag með einum leik þegar Akureyrarliðin KA og Draupnir mættust í Boganum nú fyrr í kvöld. Búist var við hörkuleik enda margir fyrrum KA-menn í Draupnisliðinu auk þess sem að sæti í 32-liða úrslitum keppninnar var í húfi.

Leikurinn hófst á svipuðum nótum og flestir höfðu búist við, KA menn voru með boltann nánast allan tímann inn á vallarhelmingi Draupnis en náðu ekki að skapa sér færi. Besta færi þeirra átti Hallgrímur Mar Steingrímsson þegar hann skaut framhjá eftir sendingu frá Englendingnum Dan Stubbs.

Eina tilraun Draupnismanna í fyrri hálfleiknum var aukaspyrna af 25 metra færi sem Jón Stefán Jónsson setti rétt yfir þverslánna. Því var markalaust í hálfleik þökk sé öflugum varnarleik Draupnis.

Vörnin gaf sig þó tvisvar í seinni hálfleiknum. Hallgrímur Mar Steingrímsson skoraði fyrsta markið með góðu skoti úr vítateigsboganum eftir undirbúning frá Andra Fannari Stefánssyni og Guðmundi Óla bróður sínum. Seinna markið kom undir lok leiksins þegar Haukur Heiðar Hauksson hamraði boltann í netið eftir gott samspil við Dan Stubbs.

Mörkin hefðu hæglega getað orðið fleiri frá KA mönnum en Draupnismenn voru oft vel á verði. Varnarleikurinn þeirra var mjög góður á köflum en sóknarleikurinn var enginn. Í seinni hálfleik voru einu færi þeirra hálffæri eftir föst leikatriði, það skásta féll í skaut Aðalbjarnar Hannessonar en hann rétt missti af boltanum.

KA menn eru því komnir í 32-liða úrslit VISA-bikarsins en hinir leikirnir í keppninni fara fram á morgun og á miðvikudag.
banner
banner
banner