Chelsea blandar sér í baráttu við Arsenal um Isak - Real Madrid hyggst lána eftirsóttan Guler - Mourinho ekki að reyna við Ronaldo
banner
   fim 20. maí 2010 07:30
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í 3.deild: B-riðill
Berserkjum er spáð toppsætinu.
Berserkjum er spáð toppsætinu.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
KFS er spáð öðru sæti og Ægi þriðja.
KFS er spáð öðru sæti og Ægi þriðja.
Mynd: Egill Egilsson
Þrótti er spáð fjórða sætinu.
Þrótti er spáð fjórða sætinu.
Mynd: Kristbjörg Una Guðmundsdóttir
KFK endar í fimmta sæti samkvæmt spánni.
KFK endar í fimmta sæti samkvæmt spánni.
Mynd: Fótbolti.net - Vilhjálmur Siggeirsson
Afríku er spáð sjöunda sæti.
Afríku er spáð sjöunda sæti.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Fótbolti.net fékk alla þjálfara og fyrirliða í þriðju deild karla til að spá fyrir um lokaniðurstöðuna í sínum riðlum.

Í dag birtum við niðurstöðurnar úr B-riðli en þjálfararnir og fyrirliðarnir röðuðu liðunum í 1-6.sæti og fékk liðið í fyrsta sæti 6 stig, liðið í öðru sæti 5 stig og svo koll af kolli. Ekki var hægt að velja sitt eigið lið í spánni.

Spá fyrirliða og þjálfara í B-riðli:
1. Berserkir 63 stig
2. KFS 62 stig
3. Ægir 53 stig
4. Þróttur Vogum 41 stig
5. KFK 36 stig
6. Vængir Júpíters 27 stig
7. Afríka 12 stig



1. Berserkir
Árangur í fyrra: 3.sæti í C-riðli
Heimavöllur: Víkingsvöllur
Þjálfari: Einar Guðnason
Berserkir hafa verið öflugir undanfarin tvö ár og samkvæmt spá þjálfara og fyrirliða mun liðið fara í úrslitakeppnina í ár. Liðið fór í undanúrslit í C deild Lengjubikarsins og náði góðum úrslitum á undirbúningstímabilinu. Í síðustu viku fengu Berserkir síðan góðan liðsstyrk þegar reynsluboltinn Þórhallur Hinriksson kom til félagsins sem og markvörðurinn Sindri Snær Jensson úr Þrótti.

2. KFS
Árangur í fyrra: 8-liða úrslit í úrslitakeppninni
Heimavöllur: Helgafellsvöllur
Heimasíða: http://www.kfs.is/
Þjálfari: Hjalti Kristjánsson
Hjalti Kristjánsson er að hefja sitt tuttugasta ár sem þjálfari KFS og Eyjamenn mæta sterkir til leiks að venju. Í fyrra sigraði liðið sinn riðil og fór í úrslitakeppnina og samkvæmt spánni munu Eyjamenn einnig fara í 8-liða úrslitin í ár. KFS er með afar sterkan heimavöll en liðið tapaði ekki leik þar í riðlakeppninni í fyrra.

3. Ægir
Árangur í fyrra: 8-liða úrslit í úrslitakeppninni
Heimavöllur: Þorlákshafnarvöllur
Heimasíða: http://www.aegirfc.is
Þjálfari: Sveinbjörn Jón Ásgrímsson
Ægismenn fóru í úrslitakeppnina í fyrra en töpuðu þar gegn Völsungi í 8-liða úrslitunum. Liðið er með svipaðan leikmannahóp í ár og gamla kempan Sveinbjörn Jón Ásgrímsson er þjálfari sem fyrr sem fyrr en líklegt er að Ægismenn stefni hærra en spáin segir til um.

4. Þróttur Vogum
Árangur í fyrra: 3.sæti í B-riðli
Heimavöllur: Vogavöllur
Heimasíða: http://www.throtturv.net/
Þjálfari: Hallur Kristján Ásgeirsson
Þróttur Vogum er að leika þriðja árið í röð í þriðju deildinni en nokkrar breytingar eru á liðinu síðan í fyrra. Félagaskiptakóngurinn og markamaskínan Hallur Kristján Ásgeirsson hefur tekið við þjálfun Þróttar og ljóst er að mikið mun mæða á honum í sóknarleik liðsins í sumar.

5. KFK
Árangur í fyrra: 6.sæti í C-riðli
Heimavöllur: Fagrilundur
Þjálfari: Ómar Ingi Guðmundsson
KFK gekk skelfilega í fyrra en í ár er um nýjan leikmannahóp að ræða og félagið hefur fært sig af Álftanesi yfir í Kópavog. Uppistaðan í liðinu eru leikmenn sem léku í yngri flokkum HK á sínum tíma en þjálfari er Ómar Ingi Guðmundsson sem er líklega einn yngsti þjálfari deildarinnar, einungis 24 ára.

6. Vængir Júpíters
Árangur í fyrra: Nýtt lið í 3.deild
Heimavöllur: Gervigrasið við Egilshöll
Þjálfari: Úlfar Arnar Jökulsson
Vængir Júpíters hafa gert gott mót í utandeildinni undanfarin ár og meðal annars hrósað sigri þar en í fyrra endaði liðið í öðru sæti. Vængirnir munu leika heimaleiki sína í Grafarvogi en margir leikmenn liðsins koma þaðan.

7. Afríka
Árangur í fyrra: 6.sæti í A-riðli
Heimavöllur: Leiknisvöllur
Þjálfari: Zakaria Elías Anbari
Afríku hefur endað í neðsta sæti í sínu riðli undanfarin tvö ár og ef spá þjálfara og fyrirliða rætist verður það sama upp á tenignum í ár. Líkt og undanfarin ár þjálfar Zakaria Elías Anbari lið Afríku en meirihlutinn af leikmönnum liðsins eru ef erlendu bergi brotnir.
banner
banner