Ugarte þokast nær Man Utd - Chilwell falur - West Ham vill Soler
   þri 18. maí 2010 21:06
Alexander Freyr Tamimi
Kvennaboltinn: Úrslit og markaskorarar kvöldsins
Björk Gunnarsdóttir skoraði þrennu fyrir Val í bursti á FH.
Björk Gunnarsdóttir skoraði þrennu fyrir Val í bursti á FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fimm leikir fóru fram í Pepsi deild kvenna í kvöld þegar önnur umferðin var spiluð og voru flest úrslitin samkvæmt bókinni.

Þór/KA sigraði Breiðablik fyrir norðan í stórleik umferðarinnar en honum lauk með 3-1 sigri heimastúlkna. Stjarnan vann nauman 1-0 sigur á liði Grindavíkur sem virðist heldur betur ætla að standa í liðunum sem spáð er fyrir ofan sig.

KR vann sannfærandi 4-1 sigur á Aftureldingu í Vesturbænum og Valur gersamlega slátraði nýliðum FH, 9-0, þar sem Björk Gunnarsdóttir skoraði þrennu.

Fylkir átti ekki í vandræðum með hina nýliðana úr Hafnarfirðinum og unnu þær þægilegan 3-1 sigur.

Úrslitin og markaskorara má sjá hér fyrir neðan.

Úrslit kvöldsins:

Þór/KA 3-1 Breiðablik:
1-0 Danka Podovac ('28)
2-0 Mateja Zver ('76)
2-1 Sara Björk Gunnarsdóttir ('84)
3-1 Mateja Zver ('88)

Stjarnan 1 - 0 Grindavík:
1-0 Inga Birna Friðjónsdóttir ('11)

FH 0-9 Valur:
0-1 Rakel Logadóttir ('2)
0-2 Kristín Ýr Bjarnadóttir('19)
0-3 Björk Gunnarsdóttir ('29)
0-4 Björk Gunnarsdóttir ('38)
0-5 Katrín Jónsdóttir('40)
0-6 Björk Gunnarsdóttir ('44)
0-7 Kristín Ýr Bjarnadóttir ('60)
0-8 Dagný Brynjarsdóttir ('72)
0-9 Hallbera Guðný Gísladóttir ('83)

Fylkir 3 - 1 Haukar
1-0 Ruth Þórðar Þórðardóttir
2-0 Lidija Stojkanovic
3-0 Ruth Þórðar Þórðardóttir
3-1 Ashley Myers

KR 4 - 1 Afturelding
1-0 Sonja B. Jóhannsdóttir ('13)
2-0 Ólöf Ísberg ('35)
3-0 Mist Edvardsdóttir ('47)
4-0 Margrét Þórólfsdóttir ('49)
4-1 Sigríður Þóra Birgisdóttir ('87)


banner
banner
banner