mið 19. maí 2010 13:06
Magnús Már Einarsson
Landsliðið gegn Andorra: Eiður ekki með - Gylfi Þór nýliði
Gylfi Þór er nýliði í hópnum.
Gylfi Þór er nýliði í hópnum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Íslands, tilkynnti í hádeginu í dag landsliðshópinn fyrir vináttuleik gegn Andorra laugardaginn 29.maí.

Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður Reading, er nýliði í hópnum og Birkir Bjarnason er einnig valinn en hann hefur ekki leikið með liðinu þrátt fyrir að hafa verið áður í hópnum.

Nokkrir lykilmenn eru ekki í hópnum og þar á meðal er Eiður Smári Guðjohnsen.

,,Hann er ekki í formi til að spila þennan leik. Leikmennirnir í Englandi eru flestir farnir í frí og ég tók stöðuna á þeim og mat út frá því meðal annars að Eiður er ekki í formi til að spila þennan leik," sagði Ólafur á fréttamannafundinum um fjarveru Eiðs.

Hermann Hreiðarsson, landsliðsfyrirliði, er frá keppni vegna meiðsla sem og Emil Hallfreðsson. Grétar Rafn Steinsson og Brynjar Björn Gunnarsson eru heldur ekki í hópnum að þessu sinni. Stefán Gíslason, Ragnar Sigurðsson og Pálmi Rafn Pálmason eru heldur ekki með.

Leikmannahópurinn er nokkuð ungur en í hópnum eru þrír leikmenn sem léku sína fyrstu landsleiki gegn Færeyjum og Mexíkó fyrr á árinu.

Markverðir:
Árni Gautur Arason (Odd Grenland)
Gunnleifur Gunnleifsson (FH)

Varnarmenn:
Indriði Sigurðsson (Viking)
Kristján Örn Sigurðsson (Hönefoss)
Sölvi Geir Ottesen Jónsson (Sönderjyske)
Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik)
Jón Guðni Fjóluson (Fram)
Skúli Jón Friðgeirsson (KR)

Miðjumenn:
Aron Einar Gunnarsson (Coventry)
Ólafur Ingi Skúlason (Sönderjuske)
Rúrik Gíslason (OB)
Jóhann Berg Guðmundsson (AZ Alkmaar)
Eggert Gunnþór Jónsson (Hearts)
Steinþór Freyr Þorsteinsson (Stjarnan)
Birkir Bjarnason (Viking)
Gylfi Þór Sigurðsson (Reading)

Framherjar:
Heiðar Helguson (Watford)
Veigar Páll Gunnarsson (Stabæk)
Arnór Smárason (Heerenveen)
Kolbeinn Sigþórsson (AZ Alkmaar)
banner
banner
banner
banner