Arsenal sýnir Nkunku áhuga - Chelsea vill Gittens - Everton vill endurheimta Richarlison
   mán 24. maí 2010 19:42
Matthías Freyr Matthíasson
Umfjöllun: ÍBV unnu Hauka örugglega
Skoruðu þrjú mörk annan leikinn í röð
Finnur Ólafsson og Guðjón Pétur Lýðsson berjast um boltann
Finnur Ólafsson og Guðjón Pétur Lýðsson berjast um boltann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyjamenn fagna einu af mörkum sínum í dag
Eyjamenn fagna einu af mörkum sínum í dag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Daði Lárusson í marki Hauka hafði nóg að gera
Daði Lárusson í marki Hauka hafði nóg að gera
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Haukar 0 - 3 ÍBV:
0-1 Matt Garner ÍBV ('18)
0-2 Andri Ólafsson ÍBV ('19)
0-3 Andri Ólafsson ÍBV ('73)
Rautt spjald: Eyþór Helgi Birgisson, ÍBV ('70)

Haukar tóku á móti Eyjamönnum á Vodafonevellinum í dag klukkan 17:00. Þetta var fyrsti leikurinn í fjórðu umferð Pepsí deildarinnar. Haukamenn sátu fyrir leikinn í ellefta sæti deildarinnar með aðeins eitt stig, stig sem þeir náðu á móti KR í annari umferð. Eyjamenn aftur á móti sátu fyrir leikinn í áttunda sæti með fjögur stig en þeir unnu FH frækilega í síðustu umferð og náðu jafntefli við Val einmitt á Vodafonevellinum fyrir viku síðan.

Það viðraði alveg sérstaklega til knattspyrnuiðkunnar í dag. Glampandi sól og ekki ský á himni og smá gola. Leikurinn fór ansi rólega af stað og liðin virtust vera að vega og meta hvor önnur. Það var gjörsamleg ekkert í gangi fyrstu 14 mínúturnar.

En þá kom fyrsta markverða færi leiksins og þar var á ferðinni Sam Mantom fyrir Hauka. Hann fékk flotta sendingu inn í teig, tók boltann laglega niður og átti hörkuskot sem Albert varði virkilega vel, en boltinn fór í stöngina og virtist á leið inn en Albert bjargaði á síðustu stundu.

Við þetta var eins og Eyjamenn lifnuðu til lífsins og fóru að pressa Haukamenn ansi hátt á vellinum. Það skilaði árangri á 18.mínútu þegar Tryggvi Guðmundsson átti stórglæsilega sendingu fyrir markið og þar var Matt Garner á ferðinni og lyfti boltanum laglega yfir Daða í marki Hauka

Síðan aðeins nokkrum sekúndum seinna voru Eyjamenn afur á ferðinni. Eyþór Helgi Birgisson átti flotta sendingu fyrir markið og Andri Ólafsson náði boltanum og inn fór boltinn.

Eftir þetta drógu Eyjamenn sig afur til baka á völlinn en voru samt betri. Haukamenn áttu fá svör við leikaðferð þeirra. Það fór svo að eftir þessi mörk gerðist heldur ekki mikið í leiknum í fyrri hálfleik.

Seinni hálfleikurinn byrjaði líkt og sá fyrri, semsagt rólega og ekki mikið um að vera á vellinum þannig lagað séð. Á 51.mínútu leiksins kom fyrsta færi seinni hálfleiks. Þá tók Guðjón Pétur Lýðsson aukaspyrnu, skotið var virkilega fast en Albert varði vel. Boltinn fór í stöngina og út aftur, þar náði Pétur Ásbjörn Sæmundsson að skalla boltann en hitti hann ekki nógu vel og boltinn fór yfir.

Eyþór Helgi Birgisson var svo á ferðinni á 59.mínútu þegar hann sólaði tvo eða þrjá leikmenn Hauka og tók gott skot sem Daði varði virkilega vel. Frábærlega gert hjá Eyþóri Helga. En Eyþór var svo aftur á ferðinni á 70.mínútu en þó ekki í skemmtilegum skilningi þess orðs. Hann kippti niður Kristján Ómari Björnssyni leikmanni Hauka og fékk hann sitt annað gula spjald og þar með rautt. Algjört klaufabraut og óþarfi hjá Eyþóri sem var búinn að spila vel í leiknum.

Maður vallarins hann James Hurts átti síðan stórglæsilega sendingu á 70.mínútu leikins. Fyrirliðinn Eyjamanna Andri Ólafsson var réttur maður á réttum stað og smellhitti boltann með höfðinu flott mark leit dagins ljós. Eyjamenn því komnir í 0-3.
Andri þurfti svo að fara af velli á 76.mínútu þegar Guðmundur Viðar Mete tæklaði hann ansi hressilega og hlaut gult spjald fyrir vikið. Spurning um hvort að annars ágætur dómari leiksins Þorvaldur Árnason hefði átt að gefa Guðmundi rautt spjald fyrir þetta brot.

Haukamenn reyndu hvað þeir gátu að minnka muninn en áttu erindi sem erfiði. Sam Mantom var þó nálægt því eftir sendingu frá Úlfari Hrafni Pálssyni á 82. mínútu, Sam skallaði boltann en enn og aftur var Albert vel á verði og varði boltann í horn. Úlfar Hrafn var svo kominn einn í góða sókn á 90.mínútu en Rasmus Christiansen leikmaður Eyjamanna kom eins og vindurinn og náði að komast að boltanum og sendi til baka á Albert en boltinn fór í stöngina og næstum því í markið.

Leikurinn endaði svo skömmu síðar og Eyjamenn því öruggir sigurvegar í dag. Eyjamenn spiluðu virkilega vel og áttu sigurinn innilega skilið. Haukamenn eru í vandræðum eins og þeim var spáð fyrir mót og verður fróðlegt að sjá hvernig þeir bregðast við þessu tapi í dag.

Lið Hauka: Daði Lárusson, Kristján Ómar Björnsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Hilmar Rafn Emilsson, Hilmar Trausti Arnarsson, Hilmar Geir Eiðsson, Þórhallur Dan Jóhannsson, Guðmundur Viðar Mete, Pétur Ásbjörn Sæmundsson, Grétar Atli Grétarsson. Sam Mantom.
Varamenn: Pétur Örn Gíslason, Úlfar Hrafn Pálsson, Gunnar Ormslev Ásgeirsson, Jónmundur Grétarsson, Daníel Einarsson, Kristján Óli Sigurðsson, Amir Mehica

Lið ÍBV: Albert Sævarsson, James Hurst, Matt Garner, Finnur Ólafsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Andri Ólafsson, Tryggvi Guðmundsson, Tonny Mawejje, Eyþór Helgi Birgisson, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Steenberg Christiansen.
Varamenn: Elías Fannar Stefnisson, Yngvi Magnús Borgþórsson, Anton Bjarnarsson, Ásgeir Aron Ásgeirsson, Arnór Eyvar Ólafsson, Hjálmar Viðarsson, Gauti Þorvarðsson.

Spjöld: Tony Mawejje,ÍBV (gult) Grétar Atli Grétarsson,Haukar (gult) Guðmundur Viðar Mete,Haukar (gult) Pétur Ásbjörn Sæmundsson ,Haukar (gult)

Dómari: Þorvaldur Árnason (góður)
Aðstæður: Virkilega flottar. Góður völlur og glampandi sólskin. 852 Áhorfendur
Maður Leiksins: James Hurts ÍBV


banner