,,Það er aldrei ásættanlegt að tapa 3-0. Við vorum að gera aðeins betri hluti í seinni hálfleik en vorum ekki með í fyrri hálfleik," sagði Daði Lárusson markvörður Hauka eftir 0-3 tap gegn ÍBV á Vodafonevellinum í dag.
,,Við fengum þriðja markið í andlitið á okkur þegar við vorum að reyna að skapa eitthvað fram á við. Svona er þetta í fótbolta. Þegar þú ert að leggja svona mikið á sóknarleikinn þá vill varnarleikurinn gleymast aðeins og við fengum það í smettið á okkur."
Nánar er rætt við Daða í sjónvarpinu hér að ofan.