fös 28. maí 2010 16:43
Hörður Snævar Jónsson
Gunnar Heiðar stefnir á England - Æfir með ÍBV
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Gunnar Heiðar Þorvaldsson leikmaður Esbjerg í Danmörku stefnir á að spila á Englandi á næstu leiktíð.

Gunnar lék með Reading síðari hluta leiktíðarinnar en fékk lítið að spila. Áhugi er frá liðum Championship deildinni og League One.

,,Ég kíkti á æfingu í gær með ÍBV, mína fyrstu æfingu í langan tíma. Aðeins að sprikkla bara," sagði Gunnar Heiðar við Fótbolta.net en segist ekki á heimleið.

,,Ég er ekkert á leiðinni heim."

,,Ég á eitt ár eftir hjá Esbjerg en umboðsmaður minn er að vinna í því að losna þaðan. Stefnan er að halda áfram í Englandi, það eru lið þar sem hafa áhuga."


Hann á þó ekki von á því að þessi mál skýrist á næstunni.

,,Þetta skýrist ekkert núna, þetta skýrist í júlí þegar menn koma til baka úr fríi. Þessi tjallar fara í frí sem er skiljanlegt því þeir hafa verið á fullu í tíu mánuði."

,,Þetta eru lið bæði í Championship og League One, þetta kemur bara í ljós,"
sagði Gunnar Heiðar að lokum í samtali við Fótbolta.net.
banner
banner