Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   sun 06. júní 2010 19:08
Arnar Daði Arnarsson
Umfjöllun: Enn einn útisigur Eyjamanna staðreynd
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík 1 - 2 ÍBV:
0-1 Eyþór Helgi Birgisson ('38)
1-1 Matthías Örn Friðriksson ('47)
1-2 Denis Sytnik ('76)
Rautt: Jóhann Helgason ('62)

Það var hörkuleikur í Grindavík í dag, á Sjómannadaginn sjálfan þegar sjómannaliðin, Grindavík og ÍBV mættust í fyrsta leik 6. umferðarinnar í Pepsi-deildinni. Grindvíkingar voru stigalausir fyrir leik en Eyjamenn hinsvegar með 8 stig.

Eyjamenn byrjuðu leikinn töluvert betur en heimamenn. Þeir sóttu mikið upp vinstri kantinn og fyrsta hættulega færið í leiknum átti Úgandinn, Tonny Mawejje þegar hann skaut viðstöðulausu skoti rétt fyrir utan teiginn í hliðarnetið. Áður hafði Eyþór Helgi Birgisson átt skot yfir markið.

Fyrsta marktækifæri Grindvíkinga var skalli frá Gilles Ondo eftir bakfallspyrnu frá Grétari Ólafi inn í teig, en skallinn var slakur og beint á Albert Sævarsson í markinu. Nokkrum mínútum síðar munaði mjói að varnartröllið, Auðun Helgason myndi koma Grindvíkingum yfir, en eftir aukaspyrnu frá miðjum vallarhelmingi Eyjamanna, datt boltinn á fjærstöngina og renndi Auðun sér í boltann en náði ekki til hans.

Grindavíkingar voru sterkari aðilinn þessar mínútur og átti Jóhann Helgason skot að marki ÍBV rétt fyrir utan teig en skotið heldur laust og átti Albert ekki í vandræðum með að grípa boltann.

Eins og fyrr segir, sóttu ÍBV mikið upp vinstri kantinn, með Þórarinn Inga í aðalhlutverki og Eyþór Helga heitan á toppnum. Eyþór átti nokkrar fínar skot tilraunir en það þurfti meira til, til að skora framhjá Rúnari. En eftir hálftíma leik voru Grindvíkingar stálheppnir. Matt Garner geistist upp vinstri kantinn, var kominn inn í markteiginn og skaut að marki, boltinn fór undir Rúnar með viðkomu í hann en á síðustu stundu kom Marko Valdimar félögum sínum til bjargar og rétt náði að teygja sig í boltann og í stöngina og hreinsaði síðan í horn í annari tilraun.

Markið sem Eyjamenn höfðu beðið eftir kom hinsvegar á 38.mínútu. Tryggvi Guðmundsson átti þá frábæra stungusendingu á Eyþór Helga sem tók Auðun Helgason á sprettinum, var kominn vinstra megin við markið og sendi boltann niðri í fjær hornið, framhjá Rúnari Dór. Gestirnir því komnir yfir 0-1.

Í næstu sókn hefði Matthías Örn að gera mun betur, þegar hann fékk besta færi Grindvíkinga til þessa. Gilles Ondo gaf boltann inn í teig þar sem tveir Grindvíkingar voru gegn einum varnarmanni, Matthías Örn fékk boltann en Albert varði frá honum, nokkuð auðveldlega.

Bæði lið áttu síðan sitt færið hvort áður en Jóhannes Valgeirsson flautaði til hálfleiks. Leikurinn til þessa var búinn að vera mjög fjörlegur og bæði lið búin að eiga sín færi. Eyjamenn nýttu hinsvegar eitt þeirra en Grindvíkingar ekkert.

Eyjamenn voru ekkert að bíða neitt með fyrsta færið í seinni hálfleiknum því Ásgeir Aron Ásgeirsson átti skot að marki Grindvíkinga sem Rúnar Dór varði mjög vel í horn, uppúr horninum kom ekkert.

Grindvíkingar biðu í mínútu lengur með sitt fyrsta færi í seinni hálfleik og úr því kom mark. Eftir lága hornspyrnu fékk Matthías Örn boltann nálægt markinu, hann snéri baki í markið og tók því hælspyrnu sem endaði í nærhorninu. Óverjandi fyrir Albert í markinu. Staðan því orðin jöfn eftir 47 mínútur.

Grindvíkingar voru heldur betur vaknaðir til lífsins, því Gilles Ondo átti skalla rétt yfir markið stuttu seinna og svo átti hann fyrirgjöf sem Albert missreiknaði heiftarlega og var Ondo nálægt því að skora úr fyrirgjöfinni.

Eftir tæpan klukkutíma leik fengu ÍBV tækifæri til að komast yfir á nýjan leik. Þórarinn Ingi átti á skot að marki Grindvíkinga sem fór í Auðun Helgason og til Tonny Mawejje sem renndi boltanum til Matt Garner sem átti skot rétt framhjá fjærstönginni. Næstu mínútur voru eign Eyjamanna. Næst var Tryggvi Guðmundsson kominn í gott færi en boltinn fór í varnarmann Grindvíkinga og náðu heimamenn að hreinsa frá. Eyjamenn voru ekki hættir því í næstu sókn voru þeir komnir þrír á móti einum varnarmanni en á einhvern ótrúlegan hátt náði varnarmaður Grindvíkinga að komast í boltann og hreinsa.

Milan Stefán þjálfari Grindvíkinga gerði tvöfölda breytingu á sínu liði, enda voru ÍBV að eigna sér leikinn meira og meira. Breytingin gerði ekki mikið meira en það að Eyjamenn komust yfir í næstu sókn.

Denis Sytnik fékk á boltann við vítateigslínuna og þrumaði honum upp í þaknetið. Glæsilegasta mark kvöldsins staðreynd. Heimir Hallgrímsson þjálfari Eyjamanna gerði í kjölfarið skiptingu og tók Eyþór Helga útaf, sem var allt annað en sáttur og fór útaf án þess að Yngvi Magnús Borgþórsson hafði komið inná og voru Eyjamenn því tíu á móti tíu Grindvíkingum í nokkrar mínútur.

Grindvíkingar voru ekki langt frá því að nýta sér það, því Gilles Ondo átti skalla naumlega framhjá.Grindavík gerðu síðan aðra skiptingu og Heimir einnig og voru því öll lið búin með sínar skiptingar en Ásgeir Aron hafði farið útaf eftir klukkutíma leik fyrir Denis Sytnik, markaskorarann.

Eftir allt þetta skiptinga flóð átti James Hurst skot í samskeytin, en þarna var hægri bakvörður Eyjamanna óheppinn en skotið var hnitmiðað og gott. Leikurinn róaðist heldur betur eftir þetta og gerðist fátt markvert síðustu mínúturnar.

Flottur fótboltaleikur í Grindavík lauk því með eins marks sigri ÍBV, 2-1. Bæði lið fengu nóg af færum þó Eyjamenn hefðu nú fengið fleiri færi í seinni hálfleik en heimamenn. Mörkin hefðu því hæglega geta orðið fleiri en eftir að Grindvíkingar urðu einum manni færri var þetta erfiður róður fyrir þá.

Byrjunarlið Grindavíkur: Rúnar Dór Daníelsson (m), Ray Anthony Jónsson, Auðun Helgason, Marko Valdimar Stefánsson (Óli Baldur Bjarnason('72)), Jóhann Helgason, Matthías Örn Friðriksson, Orri Freyr Hjaltalín (f), Gilles Daniel Mbang Ondo, Jósef Kristinn Jósefsson, Grétar Ólafur Hjartarson (Loic Mbang Ondo('72)), Alexander Magnússon(Guðmundur Egill Bergsteinsson('81)) .

Varamenn Grindavíkur: Óskar Pétursson (m), Páll Guðmundsson,, Gunnar Þorsteinsson,, Jóhann Helgi Aðalgeirsson.

Byrjunarlið ÍBV: Albert Sævarsson, James Hurst, Matt Garner, Finnur Ólafsson, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Tryggvi Guðmundsson (f), Tonny Mawejje(Arnór Eyvar Ólafsson('82)), Eyþór Helgi Birgisson (Yngvi Magnús Borgþórsson('80)), Ásgeir Aron Ásgeirsson (Denis Sytnik('64)), Eiður Aron Sigurbjörnsson, Rasmus Christiansen

Varamenn ÍBV: Elías Fannar Stefánsson, Gauti Þorvarðarson, Anton Bjarnason, Andri Ólafsson.

Dómari: Jóhannes Valgeirsson
Áhorfendur: 853
Aðstæður: Völlurinn góður og veðrið betra.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
banner
banner
banner
banner