Þórhallur Dan Jóhannsson fyrirliði Hauka varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark er liðið tapaði fyrir Breiðablik 4-2 í kvöld.
Haukar leiddu í hálfleik 2-1 en fengu þrjú mörk á sig í síðari hálfleik.
,,Því fleiri sem tapast þá styttist í sigurinn," sagði Þórhallur í samtali við Fótbolta.net.
,,VIð spiluðum vel í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik byrjuðum við hræðilega."
Nánar er rætt við Þórhall í sjónvarpinu hér að ofan.