Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   fös 11. júní 2010 08:30
Hafliði Breiðfjörð
HM byrjar í dag: Meirihluti leikja beint á RÚV (Sjá leikjaplan)
Sérfræðingar RÚV.
Sérfræðingar RÚV.
Mynd: RÚV
Ríkissjónvarpið mun sýna 46 af 64 leikjum Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu í beinni útsendingu og opinni dagskrá en mótið hefst á morgun með tveimur leikjum sem báðir verða sýndir beint á RÚV.

Af leikjunum 64 verða 46 þeirra í beinni útsendingu Sjónvarpsins en hinir leikirnir 18 sýndir í dagskrárlok þess dags sem leikurinn fór fram.

Að auki verður glæsileg umfjöllun í sérstökum HM þáttum á hverjum keppnisdegi þar sem sjónvarpsmaðurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson fer yfir daginn og tekur út atkvik, auk þess að finna skemmtilegar hliðar.

Sérfræðingar hans í þáttunum verða þeir Auðun Helgason, Hjörvar Hafliðason og Pétur Hafliði Marteinsson.

Hér að neðan má sjá mynd sem sýnir hvaða leikir það verða sem Sjónvarpið sýnir beint og hvaða leikir verða í beinni útsendingu hjá samstarfsaðila Sjónvarpsins á meðan HM stendur, Stöð 2 Sport 2, en þeir leikir eru í læstri dagskrá.


banner
banner
banner