Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
   fim 10. júní 2010 12:42
Hörður Snævar Jónsson
Heimild: BBC 
Rafa Benitez tekinn við Inter (Staðfest)
Rafael Benitez er tekinn við Inter Milan en þetta var staðfest nú fyrir stundu.

Ekki er langt síðan Benitez gerði starfslokasamning við Liverpool enda var árangur hans þar undanfarin ár langt undir væntingum.

Hann tekur við góðu búi frá Jose Mourinho en liðið vann þrennuna á síðustu leiktíð og þá ákvað Mourinho að taka við Real Madrid.

Og það var ekki bara Jose Mourinho sem náði árangri með Inter því á undan honum vann liðið deildina þrjú ár í röð undir Robero Mancini.

Benitez vann síðast titill árið 2006 er hann enska bikarinn með Liverpool en hann Meistaradeildina árið 2005.