Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 10. júní 2010 14:04
Magnús Már Einarsson
Heimild: Heimasíða UEFA 
Bernd Schuster tekur við Besiktas (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Bernd Schuster hefur verið ráðinn þjálfari hjá tyrkneska félaginu Besiktas en hann skrifaði undir tveggja ára samning við félagið.

Schuster, sem er fimmtugur, tekur við af Mustafa Denizli sem þurfti að hætta á dögunum af heilsufarslegum ástæðum.

Schuster hefur verið í fríi frá þjálfun síðan hann var rekinn frá Real Madrid í desember árið 2008.

Tímabilið 2007/2008 hjálpaði Schuster liði Real Madrid að verða spænskur meistari en hann hafði áður gert góða hluti með Getafe.

Schuster og lærisveinar hans í Besiktas gætu mögulega komið til Íslands í sumar en liðið er eitt af þeim sem gætu mætt Breiðablik í annarri umferð Evrópudeildarinnar eða Fylki og KR ef þau komast áfram úr fyrstu umferð.
banner
banner
banner