Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 18. júní 2010 12:00
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Powerade slúðrið: Glen Johnson til Real Madrid?
Johnson er orðaður við Real Madrid.
Johnson er orðaður við Real Madrid.
Mynd: Getty Images
Silvestre gæti farið til Moskvu eða Abu Dhabi.
Silvestre gæti farið til Moskvu eða Abu Dhabi.
Mynd: Getty Images
Þá er komið að helsta slúðrinu úr enska boltanum en pakkinn er í boði Powerade.



Jose Mourinho, nýráðinn þjálfari Real Madrid, ætlar að bjóða fimmtán milljónir punda í Glen Johnson varnarmann Liverpool. (The Sun)

Bolton og Celtic eru á eftir brasilíska framherjanum Ilan sem er án félags eftir að hafa yfirgefið West Ham. (Daily Mirror)

Umboðsmaður Yaya Toure, miðjumanns Barcelona, býst við að leikmaðurinn muni ganga til liðs við Manchester City mjög fljótlega. (The Guardian)

Lioenl Messi hefur greint frá því að hann hafi sent SMS á Cesc Fabregas til að sannfæra hann um að koma til Barcelona. (Daily Mirror)

Mikael Silvestre, varnarmaður Arsenal, er með tilboð frá CSKA Moskvu og AL Jazira í Abu Dhabi en síðarnefnda félagið hefur boðið honum fjórar milljónir punda í árslaun. (Daily Mail)

Aston Villa ætlar að bjóða sex milljónir punda í Sebastien Frey markvörð Fiorentina. (The Sun)

Niall Quinn, formaður Sunderland, fór til Þýskalands á dögunum til að ganga frá kaupum á Heiko Westermann varnarmanni Schalke. (Daily Mail)

Birmingham vonast til að fá Robbie Keane frá Tottenham en Aston Villa er einnig á eftir leikmanninum. (Daily Mirror)

St Etienne frá Frakklandi er að berjast við Rangers í Skotlandi um að fá kantmanninn Gabriel Obertan á láni frá Manchester United. St Etienne vill einnig fá Ibrahima Sonko varnarmann Stoke. (Daily Mail)

Manuel Pellegrini, fyrrum þjálfari Real Madrid, gæti teki við Liverpool. (The Sun)

Pellegrini hefur átt í viðræðum við Liverpool en Roy Hodgson, stjóri Fulham, er líklegastur til að taka við. (The Guardan)

Paul Hart mun taka við Crystal Palace á næstu dögum. (Daily Mirror)
banner
banner
banner