- Aðalbjörn Hannesson ritar frá Akureyri
KA 3 - 2 Fjölnir
1-0 Andri Fannar Stefánsson
1-1 Kristinn Freyr Sigurðsson
2-1 David Disztl
2-2 Gunnar Valur Gunnarsson
3-2 Guðmundur Óli Steingrímsson
1-0 Andri Fannar Stefánsson
1-1 Kristinn Freyr Sigurðsson
2-1 David Disztl
2-2 Gunnar Valur Gunnarsson
3-2 Guðmundur Óli Steingrímsson
Það var sól og flott fótboltaveður þegar að ágætur dómari leiksins Kristinn Jakobsson flautaði leik KA og Fjölnis á.
Fyrsta mark leiksins gerði Andri Fannar eftir flotta sendingu frá Srdjan Tufegdzic en Andri fékk boltann á hægri kantinum, sótti inn völlinn og endaði með að setja boltann hnitmiðað í nærhornið með vinstri.
Fjölnismenn voru þó ekki lengi að jafna metin en stuttu síðar skoraði Kristinn Freyr Sigurðsson eftir að Fjölnismenn spiluðu sig í gegnum vörn KA vinstra meginn sem endaði með því að Kristinn Freyr setti boltann snyrtilega í fjærhornið.
Það dró til tíðinda á 33. mín þegar að David Disztl var sparkaður niður í teignum eftir hornspyrnu. Kristinn benti á punktinn og stuttu síðar skoraði David sitt annað mark í sumar úr vítaspyrnunni.
Gamli KA-maðurinn Gunnar Valur Gunnarsson var óvaldaður þegar að hann jafnaði leikinn á 62. mín þegar að hann skallaði botlann í hornspyrnu í markið.
Þegar rúmar tíu mínútur voru eftir átti Andri Fannar góða stungusendingu á Guðmund Óla sem var rétt á undan varnarmanni í boltann en við það rann varnarmaðurinn á hausinn og var því Guðmundur aleinn gegn markmanninum. Guðmundur setti boltann ákveðið í hornið og skoraði þar með sigurmark leiksins.
Eftir markið fóru fleiri Fjölnismenn að sækja sem varð þess valdandi að KA fengu nokkur fín færi úr skyndisóknum en allt kom fyrir ekki og leikurinn endaði 3-2. Í heildina þá var þetta nokkuð jafn leikur en KA þó líklega aðeins sterkari aðilinn og því sanngjarn sigur.