sun 20. júní 2010 14:32
Fótbolti.net
Umfj: BÍ/Bolungarvík fékk á sig fyrstu mörkin gegn Aftureldingu
Arnór Þrastarson skoraði tvö.
Arnór Þrastarson skoraði tvö.
Mynd: Fótbolti.net - Matthías Svavar Alfreðsson
Andri Rúnar skoraði mark BÍ/Bolungarvíkur.
Andri Rúnar skoraði mark BÍ/Bolungarvíkur.
Mynd: BÍ/Bolungarvík
John Andrews átti góðan leik í vörninni.
John Andrews átti góðan leik í vörninni.
Mynd: Fótbolti.net - Þórdís Inga Þórarinsdóttir
BÍ/Bolungarvík 1-3 Afturelding:
0-1 Fannar Baldvinsson ('6)
0-2 Arnór Þrastarson ('25)
0-3 Arnór Þrastarson ('38)
1-3 Andri Rúnar Bjarnason ('51, víti)

Flott veður var í Bolungarvík í gær þegar heimamenn í BÍ/Bolungarvík tóku á móti Aftureldingu. Völlurinn var ekki alveg upp á sitt besta og ósléttur á köflum.

Lið BÍ/Bolungarvíkur var ósigrað og búnir að halda marki sínu hreinu fram að leiknum í gær og með 13 stig en lið Aftureldingar aðeins með sex stig.

Leikurinn hófst mjög fjörlega og fyrsta markið kom strax á sjöttu mínútu. Þar var að verki Fannar Baldvinsson sem kom Aftureldingu yfir. Róbert Örn Óskarsson markvörður heimamanna var þá kominn út úr vítateignum og ætlaði að senda boltann á samherja sinn en ekki vildi betur til an að boltinn endaði hjá Fannari sem skaut boltanum viðstöðulaust utan af kanti og í tómt mark BÍ/Bolungarvíkur.

Staðan orðin 0-1 fyrir Aftureldingu og áhorfendum í Bolungarvík varð mjög brugðið við þetta en heimamenn virtust ekki ætla að láta þetta slá sig út af laginu því strax á áttundu mínútu slapp Andri Bjarnason einn inn fyrir vörn gestanna en markvörður AFtureldingar varði vel.

Tveimur mínútum síðar gaf Emil Pálsson flotta sendingu inn fyrir vörn Aftureldingar, Andri gaf þar góðan bolta inn í markteig þar sem Gunnar Már Elíasson var fyrstur að átta sig og renndi boltanum rétt framhjá markinu. Heppnin ekki alveg með heimamönnum.

Fátt markvert gerðist næsti mínúturnar. Heimammenn voru meira með boltann en komust ekkert áleiðis gegn mjög vinnusömu og skipulögðu liði gestanna. Leikmenn Aftureldingar voru þéttir og börðust eins og ljón allan leikinn.

Á 22. mínútu vildu heimamenn fá vítaspyrnu, boltinn var þá sendur inn í teiginn þar sem varnarmaður AFtureldingar fékk boltann í höndina en dómarinn sá enga ástæðu til að flauta við litla hringingu heimamanna.

Aftur dróg til tíðinda á 25. mínútu. Eftir sókn Aftureldingar sendi varnarmaður heimamanna langan bolta upp völlinn en varnarmaður gestanna hreinsaði boltanum langt jafnóðum inn á vallarhelming BÍ/Bolungarvíkur. Þar var Arnór Þrastarson kominn langt inn fyrir vörn heimamanna þar sem flestir áttu von á að rangstaða yrði dæmd en línuvörðurinn lyfti ekki flaggi sínu og því var Arnór kominn einn gegn markverði og afgreiddi boltann vel í netið.

Staðan því orðin 0-2 og heimamenn og áhorfendur voru ekki par ánægðir með ákvörðun línuvarðarins. Allur vindur virtist úr heimamönnum við þetta mark og þeir virtust ekki trúa því að þeir væru komnir tveimur mörkum undir.

Leikmenn Aftureldingar voru þó ekki hættir því á 38. mínútu skoruðu þeir sitt þriðja mark og aftur var þar að verki Arnór Þrastarson. Eftir hornspyrnu gestanna hreinsaði Dalibor Nesic boltann fram en sending barst aftur innfyrir vörnina þar sem Arnór var einn í teignum og renndi boltanum undir Róbert í markinu. Í annað sinn vildu heimamenn rangstöðu sem ekki var dæmd og staðan 0-3 fyrir gestina í hálfleik.

Það hefur greinilega verið lesið ærlega yfir leikmönnum Bí/Bolungarvíkur í hálfleik, en síðari hálfleikur var eign heimamanna þeir voru með boltann og sóttu mjög hart að marki gestanna og var það strax á 51. minutu að Óttar Bjarnason gaf góða sendingu innfyrir vörn Aftueldingar þar sem Andri bróðir hans var kominn einn á auðann sjó og átti aðeins eftir að renna boltanum í markið þegar markvörðurinn felldi Andra og dómarinn átti ekki annara kosta völ en að dæma víti, heimamenn vildu fá rautt spjald á markmaninn en dómarinn lifti aðeins því gula.

Það hefði verið forvitnilegt að fá þá Magnús Gylfason og Tómas Inga Tómasson til að fara yfir þetta en miðavið það sem hefur verið að gerast í dómgæslunni í sumar átti spjaldið klárlega að vera rautt. En Andri steig sjálfur á punktinn og skoraði af öryggi úr spyrnunni. Staðan orðinn 1-3 og heimamenn efldust mjög við þetta, þeir héldu áfram að sækja og á 54. min sendi Milan Krivokapic góða sendingu fyrir mark gestanna þar sem Óttar Bjarnason átti góðann skalla að marki en markvörður Aftureldingar varði glæsilega.

Eftir því sem leið á leikinn þyngdist sókn heimamanna enn meir. Á 58 komst Gunnar Már upp að endamörkum sendi góða sendingu inn að marki sem var ætluð Pétri Geir en sennilega einn besti maður Aftureldingar í gær, John Andrews bjargaði á síðustu stundu.

Heimamenn sóttu án afláts en sóknaraðgerðinnar voru ekki nógu markvissar þar sem það voru langar, háar sendingar fram og þar voru það miðverðir gestanna sem réðu rikjum og skölluðu allt í burtu. Heimamenn vildu fá viti í tvigang undir lokinn, fyrst var það Arnar Samúelsson sem var felldur og í seinna skiptið Óttar Bjarnason, títt nefndur Andri Bjarnason átti síðan skot í þverslá gestann á lokaminótunni og þar fóru allir möguleikar heimamanna á að minnka muninn en þá meir.

Leikurinn í heild sinni var skemmtilegur á að horfa, þó svo að leikmenn Bí/Bolungarvíkur hafi verið slakir í fyrri hálfleik þá komust þeir ekki með tærnar þar sem að dómaratríóið hafði hælanna, en þeir voru klárlega slökustu menn vallarins í dag. Annar linuvörðurinn aldrei í linu og dómarinn langt frá öllum atvikum.

Það verður samt ekkert tekið af leikmönnum Aftureldingar að þeir síndu það frá fyrstu min að þeir voru ekki komnir vestur til að horfa á, voru þeir oft lifleigir og reindu alltaf að spila fótbolta, voru mjög þjéttir og skipulagðir og beittu mjög hættulegum skyndisóknum. Þeir börðust eins og ljón og uppskæaru klárlega eftir því.

Menn leiksins voru tveir í þetta skiptið en bæði John Anrews og Arnór Þrastarsonn voru mjög góðir í þessum leik, John lék stórvel í vörninn og Arnór skoraði 2 mörk. Besti maður heimamanna og kannski sá eini sem spilaði af eðlilegri getu var Sigugeir Sveinn Gíslason.
banner
banner
banner