Díaz á förum frá Liverpool - Newcastle fær markvörð Burnley - Man City ætlar að losa sig við reynda leikmenn
   þri 22. júní 2010 00:30
Kjartan Már Gunnarsson
Umfjöllun: Keflvíkingar náðu stigi gegn öflugum Frömurum
Mynd: Fotbolti.net-Davíð Örn Óskarsson
Mynd: Fotbolti.net-Davíð Örn Óskarsson
Mynd: Fotbolti.net-Davíð Örn Óskarsson
Mynd: Fotbolti.net-Davíð Örn Óskarsson
Mynd: Fotbolti.net-Davíð Örn Óskarsson
Mynd: Fotbolti.net-Davíð Örn Óskarsson
Keflavík 1-1 Fram
0-1 Kristján Hauksson (4)
1-1 Magnús Sverrir Þorsteinsson (73)

Á Njarðtaksvelli í Njarðvík áttust við Keflavík og Fram. Leikurinn fór fram í fínasta veðri og aðstæður til knattspyrnuiðkunar hinar fínustu. Skipti þessi leikur miklu máli fyrir bæði lið enda hafa þessi tvö lið byrjað mótið vel og eru í toppbaráttu.

Framarar gáfu þó tóninn um hvað koma skyldi í upphafi leiksins og sóttu að marki Keflavíkur og átti Tómas Leifsson góðan skalla að marki úr ágætu marktækifæri strax á annari mínútu eftir undirbúning Hjálmars Þórarinssonar.

Á 4. mínútu leiksins fengu Framarar svo aukaspyrnu úti á kanti. Almarr Ormason tók spyrnuna og skrúfaði hann innað marki Keflavíkur. Kristján Hauksson stökk upp og setti kollinn í boltann sem breytti þó ekki um stefnu, Ómar markvörður Keflvíkinga misreiknaði boltann eitthvað og hann endaði í markinu. Staðan því orðin 1-0 fyrir Fram strax í upphafi.

Framarar héldu áfram að sækja eftir markið og voru mikið mun meira með boltann. Keflvíkingar áttu þó eitt upphlaup en eftir góðan undirbúning Magnúsar Sverris átti Hólmar Örn slakt skot að marki sem Hannes átti í litlum vandræðum með að handsama.

Lítið bit virtist vera í sóknarleik Keflvíkinga og Framarar gengu á lagið og héldu boltanum vel sín á milli.

Á 21. mínútu átti Sam Tillen aukaspyrnu sem rataði á kollinn á Hjálmari en hann náði þó ekki að skalla boltann á markið.

Fyrsta almennilega tækifæri Keflvíkinga leit svo ekki dagsins ljós fyrr en á 23. mínútu þegar Magnús Sverrir fékk boltann í vítateig Framara en skot hans var vel yfir markið.

Á 27. mínútu urðu Keflvíkingar fyrir áfalli þegar Jóhann Birnir þurfti að yfirgefa völlinn meiddur, ekki er enn vitað hversu alvarleg meiðsli þetta eru en Jóhann Birnir er lykilmaður í Keflavíkurliðinu og vonandi fyrir þá eru þessi meiðsli ekki slæm.

Það sem eftir lifð hálfleiks voru Framarar mun hættulegri og voru mikið mun meira með boltann. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks komst Tómas Leifsson einn gegn Ómari en Ómar gerði mjög vel í verja frá honum.

Staðan í hálfleik því 1-0 og Framarar mun líklegri til að bæta við.

Í síðari hálfleik batnaði leikur Keflavíkur til muna og fóru þeir að reyna að skapa eitthvað á vallarhelmingi Fram. Paul McShane lagði boltann fyrir fætur Andra Steins Birgissonar í upphafi síðari hálfleiks en Andri Steinn reyndi að skjóta boltanum niðri en Hannes átti ekki í miklum erfiðleikum með að verja skot hans.

Á 57. mínútu fengu Framarar svo hornspyrnu og skalli Sam Tillen var varinn á línu af Guðjóni Árna.

Keflvíkingar fóru að færa sig aðeins framar á völlinn og reyndu Framarar að nýta skyndisóknirnar sem þeir fengu. Ein slík var á 62. mínútu þegar Hjálmar Þórarinsson átti frábæran sprett upp völlinn eftir að Framarar unnu boltan á miðjum sínum vallarhelming, Hjálmar sendi fyrir þegar hann var kominn inná vítateig Keflvíkinga á Almarr Ormarsson sem skaut að marki en Ómar gerði mjög vel í að verja frá Almarri sem fékk þó boltann aftur, Almarr sendi nú á Hjálmar sem skallaði rétt yfir markið.

En á 73. mínútu dró svo til tíðinda. Magnús Þórir Matthíasson fékk boltann utarlega í vítateig Framara, hann lagði boltann fyrir Magnús Sverri sem þrumaði boltanum í fjærhornið þar sem Hannes kom engum vörnum við. Glæsilegt mark hjá Magnúsi og Keflvíkingar því búnir að jafna leikinn.

Fimm mínútum síðar áttu Fram sókn, boltann kom frá hægri kanti á Hjálmar Þórarinsson sem skallaði að marki en boltinn fór framhjá.

Á 80. mínútu skipti svo Þorvaldur út sinni þriggja manna framlínu og setti þrjá ferska menn inn. Það skapaði hættu fimm mínútum síðar þegar varamaðurinn Kristinn Ingi Haldórsson átti skalla í slá og svo fylgdi Hlynur Atli Magnússon á eftir með bylmingsskti í stöng.

En mörkin urðu ekki fleiri og niðurstaðan jafntefli 1-1 sem Keflvíkingar mega vera mjög sáttir með, en Framarar voru mun betri í þessum leik og hefðu átt að taka öll stigin í kvöld.

Byrjunarlið Keflavíkur: Ómar Jóhannsson, Alen Sutej, Guðjón Árni Antoníusson, Paul McShane, Jóhann Birnir Guðmundsson (Magnús Þórir Matthíasson 27), Andri Steinn Birgisson, Guðmundur Steinarsson (f), Magnús Sverrir Þorsteinsson, Brynjar Örn Guðmundsson, Bjarni Hólm Aðalsteinsson, Hólmar Örn Rúnarsson

Varamenn Keflavíkur: Árni Freyr Ásgeirsson, Einar Orri Einarsson, Bojan Stefán Ljubicic, Sigurður Gunnar Sævarsson, Ómar Karl Sigurðsson, Arnór Ingvi Traustason

Byrjunarlið Fram: Hannes Þór Halldórsson, Kristján Hauksson (f), Halldór Hermann Jónsson, Jón Gunnar Eysteinsson, Samuel Lee Tillen, Hjálmar Þórarinsson (Guðmundur Magnússon 80), Almarr Ormarsson, Hlynur Atli Magnússon, Ívar Björnsson (Kristinn Ingi Halldórsson 80), Tómas Leifsson (Josep Edward Tillen 80), Jón Orri Ólafsson

Varamenn: Ögmundur Kristinsson, Daði Guðmundsson, Hörður Björgvin Magnússon, Alexander Veigar Þórarinsson

Aðstæður: Veðrið gott en vallaraðstæður hefðu getað verið betri.
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Maður leiksins: Almarr Ormarsson (Fram)
banner
banner
banner