Fótbolti.net, Ísafirði - Brjánn Guðjónsson og Stefán Pálsson
Sigurgeir Sveinn Gíslason, varnarmaður BÍ/Bolungarvíkur, var svekktur eftir 2-0 tap liðsins gegn Stjörnunni í VISA-bikarnum í kvöld.
,,Maður er aldrei sáttur en við gáfum okkur alla í þetta og það er ekki hægt að biðja um meira," sagði Sigurgeir við Fótbolta.net eftir leik.
,,Við fáum fullt af færum, einn á móti marki, nokkrum sinunm einn á móti markmanni. You win some, you lose some."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.