Fótbolti.net, Ísafirði - Brjánn Guðjónsson og Stefán Pálsson
Alfreð Elías Jóhannsson, þjálfari BÍ/Bolungarvíkur, var stoltur af sínum mönnum eftir leikinn gegn Stjörnunni í VISA-bikarnum í kvöld.
BÍ/Bolungarvík tapaði 2-0 en Alfreð var þrátt fyrir það ánægður með leik sinna manna.
BÍ/Bolungarvík tapaði 2-0 en Alfreð var þrátt fyrir það ánægður með leik sinna manna.
,,Ég var mjög ánægður með okkar spilamennsku," sagði Alfreð við Fótbolta.net eftir leik.
,,Við fengum fullt af færum, þessir strákar geta spilað fótbolta og þegar þeir hafa trú á því þá eru þeir rosalega góðir. Ég er stoltur af þeim."
,,Við ætluðum að leyfa þeim að stjórna leiknum og sækja hratt á þá. Það var svekkjandi að fá þetta blessaða rangstöðumark á sig í byrjun en þetta gekk vel og við sköpðuðum okkur fullt af færum."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.