Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
Frétti á Instagram að hann yrði ekki áfram í Kanada - „Eins og er, þá er það ekki planið"
Sjáðu mörkin úr leik Fram og KR
Valdimar Þór: Smá einbeitingarleysi sem er stórhættulegt í þessari keppni
Glímir við sama vandamál og Guardiola - „Hvenær endar lærdómurinn?"
Ari Sigurpáls: Heiður að þeir hafi áhuga
Sjáðu mörkin úr Bose mótinu um helgina - Eiður byrjaði vel hjá KR
Axel Óskar kominn heim: Núna spilar maður með hjartanu
Jökull: Upplifði einhverja ást hér sem ég hef ekki upplifað áður
Þórður Gunnar: Leist best á Aftureldingu
Oliver með fiðring: Báðir bræður mínir spiluðu hér
„Einu leikmennirnir sem við höfum farið í viðræður við“
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
   mið 23. júní 2010 23:31
Fótbolti.net
Bjarni Jóhannsson: Ég vil bara fara í sveitina
Fótbolti.net, Ísafirði - Brjánn Guðjónsson og Stefán Pálsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Ég er þokkalega ánægður, þetta var erfitt," sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar eftir 0-2 sigur á BÍ/Bolungarvík í 16 liða úrslitum VISA-bikarsins í kvöld.

,,Við áttum svosem von á mikilli mótspyrnu hérna. BÍ/Bolungarvík er búið að vera í flottu standi það sem af er móti."

,,Þeir komu hingað með mjög agaðan varnarleik og það var mjög erfitt fyrir okkur að brjóta hann á bak aftur. Mjög erfitt."


Heimamenn vildu meina að fyrra mark Stjörnunnar í leiknum hafi verið rangstaða. Bjarni var spurður út í það.

,,Ég hef enga skoðun á því. Þetta var bara klafs þarna og boltinn sveif bara í hornið. Það má vel vera að það hafi verið rangstaða, ég veit það ekki."

Frekar er rætt við Bjarna í sjónvarpinu hér að ofan þar sem hann er spurður hvaða lið hann vill í 8 liða úrslitum?

,,Bara annað lið á útivelli, ég vil bara fara í sveitina í þessu."
banner
banner
banner