Fótbolti.net, Ísafirði - Brjánn Guðjónsson og Stefán Pálsson
,,Ég er þokkalega ánægður, þetta var erfitt," sagði Bjarni Jóhannsson þjálfari Stjörnunnar eftir 0-2 sigur á BÍ/Bolungarvík í 16 liða úrslitum VISA-bikarsins í kvöld.
,,Við áttum svosem von á mikilli mótspyrnu hérna. BÍ/Bolungarvík er búið að vera í flottu standi það sem af er móti."
,,Þeir komu hingað með mjög agaðan varnarleik og það var mjög erfitt fyrir okkur að brjóta hann á bak aftur. Mjög erfitt."
Heimamenn vildu meina að fyrra mark Stjörnunnar í leiknum hafi verið rangstaða. Bjarni var spurður út í það.
,,Ég hef enga skoðun á því. Þetta var bara klafs þarna og boltinn sveif bara í hornið. Það má vel vera að það hafi verið rangstaða, ég veit það ekki."
Frekar er rætt við Bjarna í sjónvarpinu hér að ofan þar sem hann er spurður hvaða lið hann vill í 8 liða úrslitum?
,,Bara annað lið á útivelli, ég vil bara fara í sveitina í þessu."