Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
   fim 24. júní 2010 20:12
Magnús Már Einarsson
VISA-bikarinn: KA sló Grindavík út eftir vítaspyrnukeppni
Leikmenn KA fagna marki David Disztl í dag.
Leikmenn KA fagna marki David Disztl í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík 1 - 1 KA
0-1 David Disztl ('39, víti)
1-1 Grétar Ólafur Hjartarson ('62)

KA úr fyrstu deild sló Grindavík óvænt út í 16-liða úrslitum VISA-bikarsins í kvöld en leikið var í Grindavík.

Staðan var jöfn 1-1 eftir venjulegan leiktíma og því þurfti að grípa til framlengingar og síðan vítaspyrnukeppni.

Þar höfðu KA-menn betur en bæði Grétar Ólafur Hjartarson og Auðun Helgason skutu yfir. Þá skaut Sandor Matus markvörður KA einnig yfir en það kom ekki sök fyrir Akureyringa.

Nánar verður fjallað um leikinn hér á Fótbolta.net síðar í kvöld.

Vítaspyrnukeppnin:
1-2 Guðmundur Óli Steingrímsson skoraði
1-2 Grétar Ólaur Hjartarson skaut yfir
1-3 Haukur Heiðar Hauksson skoraði
2-3 Jóhann Helgason skoraði
2-4 Hallgrimur Mar Steingrímsson skoraði
3-4 Gilles Mbang Ondo skoraði
3-5 Andri Fannar Stefánsson skoraði
4-5 Páll Guðmundsson skoraði
4-5 Sandor Matus skaut yfir
5-5 Ray Anthony Jónsson skoraði
5-6 Orri Gústafsson skoraði
5-6 Auðun Helgason skaut yfir