Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
   fim 24. júní 2010 21:58
Björn Steinar Brynjólfsson
Umfjöllun: KA vann Grindavík í vítaspyrnukeppni
KA-menn fagna marki David Disztl.
KA-menn fagna marki David Disztl.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Fannar Stefánsson og Jósef Kristinn Jósefsson kljást.
Andri Fannar Stefánsson og Jósef Kristinn Jósefsson kljást.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Disztl skorar af vítapunktinum.
Disztl skorar af vítapunktinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Grindavík 1 - 1 KA
0-1 David Disztl ('39, víti)
1-1 Grétar Ólafur Hjartarson ('62)

Það var flott veður í Grindavík þegar að heimamenn tóku á móti Norðlenska liðinu KA í kvöld.

Lítið gerðist í fyrsta fjórðung leiksins en eftir það fóru að koma færi í leikinn. Jóhann Helgason átti hörkuskot að marki en Sandor Matus varði glæsilega og KA menn náðu svo að hreinsa. Stuttu síðar áttu gestirnir hornspyrnu, boltinn lenti inní teig og var Haukur Hinriksson með boltann og skaut en Óskar Pétursson var vel á verði og sá við honum.

Jósef Kristinn Jósefsson reyndi við viðstöðulaust skot af 35 metrunum en beint í fangið á Sandor markmanni KA.

Gestirnir fengu aukaspyrnu í næstu sókn boltinn kom inní teig en Óskar í markinu greip boltann henti honum á Scott Ramsay sem brunaði upp völlinn gaf svo á Óla Baldur Bjarnason sem gaf viðstöðulaust á Loic Ondo og hann gaf strax á Gilles Ondo bróðir sinn og skaut hann í fínu færi en Sandor Matus varði vel. Frábær sókn en ekkert mark þar sem þeir sundur spiluðu KA menn.

Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós og það voru gestirnir. Það kom hár bolti af hægri kantinum inn fyrir vörn heimamanna og virtist boltinn vera á leið á vinstra megin við vítateigs hornið en Hallgrímur Mar Steingrímsson hélt áfram á eftir boltanum og var Alexander Magnússon í bakinu á honum og Hallgrímur datt og réttileg vítaspyrna dæmd.

David Disztl stillti boltanum á vítapunktinn og skoraði auðveldlega Óskar Pétursson fór í vitlaust horn. 0-1 fyrir gestina. Stuttu eftir þetta var flautað til hálfleiks.

Grindavík byrjuðu seinni hálfleikinn strax þegar að Gilles Ondo slapp einn í gegn efir sendingu frá Grétari Ólafi Hjartarssyni en enn og aftur sá Sandor við Gilles Ondo.

Það kom annað mark á 62. mínútu og þar voru heimamenn að verki. Boltinn barst út á hægri kant og Loic Mbang Ondo gaf fyrir en boltinn virtist fara af varnarmanni og boltinn skoppaði rétt fyrir utan teig og þar var Grétar Ólafur Hjartarsson ekkert að tvínóna við hlutina og tók viðstöðulaust skot sem endaði í vinstra horninu í markinu og Grindavík búnir að jafna leikinn.

Heimamenn voru svo nálægt því að skora annað mark Grétar Hjartarsson slapp í gegn og Sandor kemur út á móti honum Grétar kemst framhjá honum en aðeins of mikið til vinstri inní teig hann gefur boltann fyrir og virðist sem Gilles Ondo sé að koma heimamönnum yfir en Janez Vrenko bjargar gjörsamlega á línu.

Þegar tíu mínútur voru eftir að venjulegum leiktíma áttu heimamenn aukaspyrnu fyrir utan teig Auðun Helgason skallr boltann sem sýnist vera á leið útaf en Sandor Matus stökk á boltann og varði í horn.

Lítið gerðist eftir þetta og var flautað til leiksloka eða til framlengingar.

Framlengingin var voðalega dauf og voru menn orðnir þreyttir en eina dauðafæri framlengingunar áttu heimamenn. Jóhann Helgi Aðalgeirsson átti flottan bolta á hægri kantinn á Ray Jónsson sem að gaf boltann strax fyrir markið og var Gilles Mbang Ondo ALEINN og átti aðeins eftir að skalla boltann í markið en hann skallaði framhjá.

Ekkert markvert gerðist eftir þetta og vítaspyrnukeppni staðreynd.

Vítaspyrnukeppnin:

1-2 Guðmundur Óli Steingrímsson skoraði
1-2 Grétar Ólaur Hjartarson skaut yfir
1-3 Haukur Heiðar Hauksson skoraði
2-3 Jóhann Helgason skoraði
2-4 Hallgrimur Mar Steingrímsson skoraði
3-4 Gilles Mbang Ondo skoraði
3-5 Andri Fannar Stefánsson skoraði
4-5 Páll Guðmundsson skoraði
4-5 Sandor Matus skaut yfir
5-5 Ray Anthony Jónsson skoraði
5-6 Orri Gústafsson skoraði
5-6 Auðun Helgason skaut yfir

KA menn semsagt komnir áfram í 8 liða úrslit Visa bikarsins með sigri á úti velli.
banner