Andri Valur Ívarsson leikmaður Völsungs skoraði mark liðsins er liðið gerði 1-1 jafntefli við Aftureldingu í kvöld.
Völsungur komst yfir í fyrri hálfleik en Afturelding jafnaði á lokamínútu leiksins.
Völsungur komst yfir í fyrri hálfleik en Afturelding jafnaði á lokamínútu leiksins.
,,Það er alltaf svekkjandi að vera með forystuna allan tímann og einhvejrar fimmtán sekúndur eftir. Kannski er þetta sanngjarnt, svona er fótboltinn," sagði Andri í samtali við Fótbolta.net.
,,Það geta allir verið sammála um það að þetta var ekki fallegur fótbolti, stress í báðum liðum og kýlingar. Eins og gjarnan gerist þá falla lið niður en heilt yfir áttum við fleiri hættuleg færi einn á móti markverði."
Nánar er rætt við Andra í sjónvarpinu hér að ofan.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |